Verum virk

Fundargerð er söguleg heimild Ef atkvæði falla jafnt telst tillaga felld Kosningar í stjórn og önnur trúnaðar­ störf eru með ýmsum hætti - hvaða mál eru tekin fyrir og aðalatriði þeirra umræðna sem fram fara. - hvaða tillögur koma fram og hvernig þær eru afgreiddar, þ.e. hvaða ákvarðanir og samþykktir eru gerðar. Í fundargerð aðalfundar eru aðalatriði úr reikningum félagsins einnig færð til bókar. Fundarritari undirritar fundargerð ásamt fundarstjóra. Í sumum tilvikum er fundargerð lesin upp í lok fundar eða byrjun þess næsta og fundarmönnum þá gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana. Fundargerð er þá leiðrétt í samræmi við ábendingar ef þörf er á. Fundargerð telst samþykkt komi ekki fram athugasemdir. Kosningar og atkvæðagreiðslur Iðulega þarf að greiða atkvæði um einhver mál á fundum, stórum sem smáum. Atkvæðagreiðslur geta farið fram með þrennum hætti: Opinni atkvæðagreiðslu (handauppréttingu), leynilegri atkvæðagreiðslu (skrif legri) eða nafnakalli. Almennt gildir við allar atkvæðagreiðslur að tillaga telst felld ef atkvæði eru jöfn. Þó atkvæðagreiðsla fari fram með handauppréttingu má ekki gleymast að kalla þarf eftir atkvæðum bæði með og á móti tillögu. Sé yfirgnæfandi meirihluti með tillögu getur hins vegar verið nóg að telja aðeins mótatkvæði, tillagan telst þá samþykkt með þorra atkvæða gegn þeim tiltekna fjölda mótatkvæða. Hvaða fundarmaður sem er getur óskað eftir leynilegri atkvæðagreiðslu og er skylt að verða við þeirri ósk þó fundarstjóri geti leitað álits fundarins á þörf fyrir slíkri afgreiðslu. Slík atkvæðagreiðsla fer þannig fram að greidd eru atkvæði á atkvæðaseðlum. Atkvæðagreiðsla með nafnakalli fer eingöngu fram á þingum kjörinna fulltrúa, ekki almennum félagsfundum. Hver einstaklingur greiðir þá atkvæði sitt munnlega þegar nafn hans er kallað upp. Þegar þessi háttur er hafður á eiga menn rétt á því að gera grein fyrir atkvæði sínu. Þannig atkvæðagreiðslur má t.d. sjá í þingsal Alþingis. Kjör til stjórnar og annarra trúnaðarstarfa er meðal mikilvægustu verkefna í sérhverju félagi og vanda þarf til verka. Hvernig skuli staðið að slíku vali er tiltekið í lögum félagsins. Kosningar eru iðulega skrif legar, oft leynilegar, og þeim má skipta í þrjá f lokka eftir eðli þeirra: Óbundnar kosningar, bundnar kosningar og hlutfallskosningar. 49

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=