Verum virk
Félagsmál aðurinn er félagsvera og nýtur þess að vera í félagsskap við aðra. Við verðum þó einnig að kunna að njóta þess að vera í eigin félagsskap til þess að ná virkilega að njóta okkar í hópi, við sköpum sjálf okkar eigin hamingju og velgengni. Frá því við fæðumst og fram á elliár tilheyrum við margs konar félagshópum sem bæði gera til okkar kröfur og uppfylla félagslegar þarfir okkar. Við komum í heiminn ósjálfbjarga og öðrum háð en þroskumst hratt vegna þeirrar umönnunar sem við fáum og félagslegra tengsla sem við búum við. Smátt og smátt tileinkum við okkur hegðunarreglur og lífsviðhorf þess samfélags sem við tilheyrum. Í þessum kaf la verður fjallað um þörf fyrir félagsmála fræðslu og gerð grein fyrir nokkrum meginatriðum sem gilda almennt um félög í nútímasamfélagi. M 3
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=