Verum virk
Hlutverk fundar stjóra er mjög mikilvægt Dagskrá almenns félagsfundar gæti verið eitthvað á þessa leið: 6 1. Fundur settur. 2. Fundargerð lesin og samþykkt. 3. Dagskrárkynning. 4. Bréf, tilkynningar og orðsendingar til félagsmanna kynnt. 5. Afgreiðsla mála sem áður hafa verið rædd. 6. Skýrslur nefnda. 7. Viðfangsefni og umræður samkvæmt ákvörðun félagsstjórnar. 8. Önnur mál. 9. Fundarslit. Dæmigerð dagskrá aðalfundar er hins vegar eitthvað á þessa leið: 1. Setning fundar. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Skýrsla stjórnar og fastanefnda ef við á. 4. Ársreikningar lagðir fram, ræddir og afgreiddir. 5. Fjárhagsáætlun lögð fram, rædd og afgreidd. 6. Starfsáætlun lögð fram, rædd og afgreidd. 7. Lagabreytingar, ef einhverjar eru, ræddar og afgreiddar. 8. Kosningar. 9. Tillögur lagðar fram, ræddar og afgreiddar. 10. Önnur mál. 11. Fundarslit. Fundarstjórn Fundarstjóri er mikilvægasti embættismaður fundar og það hvernig hann gegnir hlutverki sínu ræður miklu um hversu árangursríkur fundurinn verður. Því skiptir miklu máli að hann sé ákveðinn, röggsamur og réttlátur. Hann þarf að gæta fyllsta hlutleysis í störfum sínum, tjá sig skýrt og ná trausti fundarmanna. Stundum er sagt að fyrstu þrjár mínúturnar skipti mestu máli og það hvernig fundarstjóri (eða stjórnandi í hópi) kemur fram á þeim tíma segir til um hvernig þátttakendur muni meta fundinn eftir á. Tímatakan hefst um leið og fyrstu fundarmenn koma inn um dyrnar. Fundarstjóri þarf að kunna góð skil á almennum fundarsköpum og þekkja lög félagsins vel og geta gripið til þeirra ef upp kemur álitamál eða ágreiningur sem leysa þarf úr. Meginhlutverk fundarstjóra er að sjá til þess að fundur fari fram eftir settum reglum og að mál hljóti afgreiðslu í samræmi við raunverulegan vilja meirihluta fundarmanna án þess að réttur minnihlutans til að tjá sig sé sniðgenginn. 47
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=