Verum virk

Fundarsköp lýðræðislegu samfélagi nútímans eru margir félagsmenn í einu eða f leiri félögum og taka þar þátt í margs konar fundum. Fundafrelsi er ein meginforsenda þess að skoðanafrelsi sé virkt og það er ein af undirstöðum lýðræðisins að geta haft eigin skoðanir og látið þær í ljós, eins og áður hefur komið fram. Fundir gegna því afar veigamiklu hlutverki og mikilvægt er að við kunnum að hegða okkur í samræmi við þær reglur sem þar gilda, með öðrum orðum að fara eftir almennum fundarsköpum. Eitt meginmarkmið fundarskapa er að tryggja sanngjarna meðferð mála og að allir fái að tjá sig, ekki síst minnihlutinn. Ákvarðanir eru teknar á grundvelli þess sem meirihlutinn telur rétt en meirihlutavald byggist á því að minnihlutinn sé tilbúinn til að lúta því valdi. Slíkt gerist þó ekki nema minnihlutinn fái tækifæri til að tjá sig áður en ákvörðun er tekin og taka virkan þátt í umræðum um málefnin. Þess vegna er afar mikilvægt að fundarsköp séu virt. Í þessum kaf la verður farið stutt­ lega í gegnum þær leikreglur sem menn hafa orðið ásáttir um og hafa þarf í heiðri á stórum fundum sem smáum. Rætt verður um fundi almennt, undir­ búning þeirra, dagskrá og stjórnun, embættismenn funda, fundarritun, atkvæðagreiðslur og kosningar. 44 Í

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=