Verum virk

6. Streitulosun Æfið djúpöndun. Liggið eða sitjið vel upprétt með iljar sléttar við gólfið. Setjið aðra hönd á bringuna og hina yfir naflann. Dragið andann djúpt að ykkur (svo maginn blásist út) í gegnum nefið og andið svo frá ykkur í gegnum munninn. Endurtakið þetta fjórum til fimm sinnum hægt og rólega. 7. Ávörp Semjið stutt ávarp til heiðurs þeim bekkjarfélaga sem er næstur á eftir ykkur í stafrófsröð (sá sem er aftastur í stafrófinu semur til þess sem er fremstur í röðinni). Setjið upp ímyndaða afmælisveislu og skiptist á að flytja ávörpin bekkjarfélögum ykkar til heiðurs. 8. Æfing ræðuflutnings Veljið stutta dæmisögu (1–2 bls.) og æfið ykkur að flytja hana með því að lesa hana upphátt með tónlist í bakgrunni, gætið þess að takturinn í tónlistinni sé hæfilega hraður. Lesið söguna svo aftur án tónlistar. Fannst ykkur það hjálpa til að ná réttum takti í flutninginn að hafa tónlist í bakgrunni? 9. Jákvæðni og trú á eigin getu Skrifið niður það sem ykkur finnst vera ykkar helsta hindrun eða áskorun þegar kemur að því að koma fram fyrir framan hóp, það getur verið neikvæð hugsun, leiðinlegur ávani, skortur á sjálfstrausti eða eitthvað allt annað. Setjið blaðið í kassa, lokið honum og jarðið á táknrænan hátt það sem hindrar ykkur með því að losa ykkur við kassann. 10. Ræðutími Hvað teljið þið að sé eðlilegur hámarkstími í ræðuflutningi til að halda athygli áheyrenda allan tímann? Færið rök fyrir niðurstöðu ykkar. Kynnið ykkur reglur um ræðutíma á Alþingi Íslendinga. Hvað vekur sérstaka athygli ykkar í þeim reglum? 43

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=