Verum virk
3. Raddbeiting Gerið munn- og tunguæfingar til að liðka talfærin. - Dæmi um munnæfingar: Flauta, blístra, blása sápukúlur eða geispa. Einnig má kyssa og brosa til skiptis. - Dæmi um tunguæfingar: Snúa tungunni í hringi, setja hana til skiptis til hliðar í hvora kinn, brjóta upp á hana eða mynda rör úr henni. Gerið eftirfarandi æfingar til að koma röddinni í gang: - Puðrið með vörunum (eins og þið séuð í bílaleik). - Puðrið með tunguna á milli varanna. - Látið röddina renna upp og niður á err-hljóði. - Blaðrið á bullmáli eins og ungabörn ( blablebliblíblö … o.s.frv.). 4. Framsögn Vinnið saman tvö og tvö. Veljið tvo af eftirfarandi tungubrjótum og æfið ykkur til skiptis í að fara með þá eins oft og hratt og þið getið. - Stebbi stóð á ströndu og var að troða strý en strý var ekki troðið nema Stebbi træði strý. Eintreður Stebbi strý, tvítreður Stebbi strý, þrítreður Stebbi strý … o.s.frv . - Einbrotin blýkringla upp á biskupsdiskinn, tvíbrotin blýkringla upp á biskupsdiskinn, þríbrotin blýkringla upp á biskupsdiskinn, fjórbrotin … o.s.frv . - Hnoðri í norðri verður að veðri þó síðar verði. - Rómverskur riddari réðst inn í Rómarborg, rændi og ruplaði rabarbara og rófum. Hvað eru mörg R í því? - Ólöf tófa elti mann ofan fyrir bakka, hafði nýtt, hnýtt, rautt, blautt, loðið leðurreipi í hnakka. - Barbara Ara bar Ara araba bara rabarbara. - Það fer að verða verra ferðaveðrið. - Syðri garðurinn er síðri en sá nyrðri. 5. Ræðuflutningur Vinnið saman í hópi og setjið upp málfund þar sem umræðuefnið er: Kynjaskiptir skólar, kostir og gallar. Hver og einn á að setja saman stutta ræðu til að gera grein fyrir sinni skoðun og færa rök fyrir henni. Ræðurnar á svo að flytja á málfundinum. 42
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=