Verum virk

Fas, svipbrigði, látbragð, þagnir og klæðaburður eru atriði sem skipta máli þegar haldin er ræða Ýmsar leiðir til að takast á við sviðsskrekk Æfing og þjálfun Við f lutning ræðu skiptir máli að við séum sem eðlilegust í fasi en þó getur verið rétt að tileinka sér ákveðin atriði til að leggja áherslu á orð okkar. Svipbrigði okkar og látbragð eru hluti af því og þurfa að vera í samræmi við umfjöllunarefnið. Með hreyfingum, einkum handahreyfingum, getum við undirstrikað mikilvæg atriði en við megum þó ekki vera á stöðugu iði því það dregur athyglina frá því sem sagt er. En við megum heldur ekki vera of stíf. Þagnir geta líka haft þýðingu og ljáð orðum okkar aukna merkingu. Síðast en ekki síst ættum við að huga að klæðaburði okkar og gæta þess að klæðast ekki fötum sem draga athygli frá innihaldi ræðunnar og þeim skilaboðum sem við viljum koma á framfæri með ræðunni, klæðnaðurinn þarf að hæfa tilefninu hverju sinni. Við ættum að búa okkur undir að finna fyrir streitu og kvíða þegar við stígum í pontu og fagna því. Svo lengi sem kvíðinn yfirtekur okkur ekki gerir hann ræðuna kraftmeiri, við leggjum okkur meira fram og röddin verður síður f löt og áhugalaus. Til eru ýmsar leiðir til að takast á við streitu og sviðsskrekk. Hér eru nokkrar aðferðir sem hafa verið notaðar með góðum árangri: Fara í ræktina, út að hlaupa eða eitthvað slíkt einni klukkustund fyrir framsögn. Það dregur úr adrenalínf læði um líkamann og minnkar líkur á streitu. Líkamsteygjur og nudd ná fram aukinni vöðvaslökun sem dregur úr streitu áður en stigið er á svið. Slökun dregur úr streitu og í því sambandi er öndun lykil­ atriði, anda rólega og reglulega, inn um nefið og út um munninn. Kröftugur hlátur eða söngur getur losað um spennu. Sumum þykir gott að hafa einhvern mjög lítinn hlut í höndunum sem aðrir sjá ekki en þeir geta handfjatlað svo lítið beri á á meðan þeir tala, s.s. bréfaklemmu. Það dregur úr taugaóstyrk og eykur einbeitni. Það er samt afar mikilvægt að tryggja að hluturinn truf li ekki eða dragi athygli áheyrenda frá ræðunni, þá er betra að sleppa að vera með nokkuð. Að ná leikni í ræðumennsku byggist fyrst og síðast á þjálfun og grípa ætti hvert tækifæri sem gefst til þess að æfa sig. Að hlusta á aðra f lytja ræður er einnig gagnlegt. 40

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=