Verum virk

Mikilvægt að vera maður sjálfur Flutningur ræðu er jafn mikilvægur og innihaldið Ýmsar leiðir til að flytja ræðu máli að þau séu áhrifarík og við ættum aldrei að byrja ræðu án þess að vita hvernig við ætlum að enda hana. Lokaorðin geta verið margs konar, rétt eins og inngangurinn, allt eftir tilgangi ræðunnar. Þau geta verið samantekt á meginatriðum, vísun í inngangsorðin (dæmisögu, ljóð, tilvísun, spurningu eða hvað annað sem notað var í upphafi) eða spurning sem ætlað er að vekja áheyrendur til umhugsunar um mikilsvert atriði. Engu má ofgera og mikilvægt er að aðeins sé einn endir á hverri ræðu. Flutningur ræðu Ef við viljum ná að hrífa áheyrendur með okkur og ná markmiðum okkar með ræðuf lutningi þarf ræðan að vera f lutt af eldmóði og einlægni. Tilgerð og látalæti eru sjaldnast til bóta. Mikilvægast er þó að vera alltaf maður sjálfur, finna sér sinn eigin stíl og f lytja ræðuna eins og manni sjálfum líður best með. Þannig aukast líkurnar á því að áheyrendur trúi okkur og treysti. Flutningur ræðunnar skiptir ekki síður máli en innihald hennar. Það er f lutningurinn sem ríður baggamuninn um hvort efnið kemst til skila eða ekki. Hægt er að velja um ýmsar leiðir til að f lytja ræðu: Skrifa ræðuna frá orði til orðs og f lytja hana þannig af blöðum. Þó ætti að forðast að lesa ræðuna beint upp af blaði, hana á að f lytja; augnsamband við áheyrendur hefur áhrif og því náum við ekki ef við lesum upp af blaði allan tímann. Það skiptir því miklu máli að æfa ræðuna vel, eigi að nota þessa aðferð. Skrifa niður aðalatriði og tala út frá þeim. Þetta er algeng­ asta aðferðin en getur verið erfið fyrir óvana ræðumenn. Þá getur verið gott að hafa upphafið og endinn niðurskrifað orðrétt sem og allar beinar tilvitnanir. Meginmálið getur verið í minnispunktum. Semja ræðuna, læra hana utan að og f lytja eftir minni. Þetta getur verið varasöm aðferð, sérstaklega ef okkur er hætt við að finna til sviðsskrekks því þá er hætta á að minnið bresti og við missum þráðinn. Tala blaðlaust, spinna ræðuna á staðnum. Slíkar ræður verða þó oft of langar og óskipulegar nema hjá þeim sem eru þeim mun vanari ræðumenn. 39

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=