Verum virk
Kímni – að slá á létta strengi er kostur ef hægt er að koma því við Uppbygging ræðu Einkenni góðrar ræðu: Er með einföld og skýr skilaboð. Er einlæg og tilgerðarlaus. Er áhugaverð fyrir þá sem hlusta. Er mjög vel undirbúin og vel æfð. Er vel skrifuð, fyrir eyrað en ekki augað. Setningarnar mega ekki vera of langar eða f lóknar. Er f lutt þannig að f lytjandi heldur sambandi við áheyrendur allan tímann. Það er kostur ef ræðan er annaðhvort fyndin eða inniheldur góða sögu. Ræða skiptist í þrjá hluta: Inngang (opnun), meginmál og lokaorð (niðurlag). Hver þáttur skiptir miklu máli og ekki má vanmeta mikilvægi upphafs- og lokaorða. Fanga þarf athygli áheyrenda strax í upphafi, koma meginskilaboðum á framfæri í meginmáli og draga saman aðalatriðin í lokaorðunum. Einfalt er betra. Ágætis regla er að miða við að koma einum skýrum skilaboðum á framfæri og nota nokkur meginrök til að koma þeim til skila. Að ræðu lokinni eiga áheyrendur að geta í einni setningu sagt hver niðurstaða ræðunnar var. Inngangur eða opnun ræðu verður að vera stuttur og grípandi. Gott getur verið að slá á létta strengi eða byrja með einhverju óvenjulegu til að ná athyglinni strax frá upphafi. Einnig er hægt að byrja með stuttri dæmisögu, frásögn úr eigin lífi, ljóði, brandara, spurningu eða tilvísun. Góð tilvísun getur sagt meira en mörg orð en velja þarf tilvísunina rétt. Það sama á við um stutta dæmisögu. Þær er oft auðveldara að leggja á minnið heldur en annan texta. Hvort sem notuð er tilvísun eða dæmisaga þarf hún auðvitað að tengjast efni ræðunnar vel. Í inngangi getur einnig verið gott að benda á hvernig efni ræðunnar snertir áheyrendur persónulega og upplýsa hver tilgangur ræðunnar er. Meginmálið er yfirgripsmesti hluti ræðunnar og verið getur skynsamlegt að skipta því niður í f lokka ef umfjöllunarefnið gefur tilefni til. Þar getur verið rétt að greina frá afmörkun efnisins, hvað við ætlum að fjalla um og hvað ekki. Í meginmálinu setjum við líka fram okkar eigin sjónarmið og rökstyðjum þau. Einnig getur verið rétt að fara yfir andstæð sjónarmið og færa rök sem hrekja þau. Meiri tíma á þó að eyða í eigin sjónarmið en annarra, það er kjarni málsins. Lokaorðin (niðurlag) eru samt í raun mikilvægasti hluti ræðunnar, þau setja punktinn yfir i-ið og áheyrendur muna þau best. Þess vegna skiptir miklu 38
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=