Verum virk
Í þessari bók er að finna fróðleik og hagnýt verkefni um ýmislegt sem snýr að félagsmálum, fundarsköpum og framkomu. Umfjöllunin gerir efninu á engan hátt tæmandi skil en gefur vonandi yfirlit yfir helstu atriði sem máli skipta. Bókin skiptist í níu kaf la. Verkefnum í lok hvers kaf la er ætlað að gæða efnið lífi og setja það í samhengi við reynsluheim ungs fólks. Það er von mín að þú hafir bæði gagn og gaman af efninu og verkefnunum sem fylgja og að þetta kver nýtist til þess sem því var ætlað. Enginn maður er eyland og mörgum ber að þakka fyrir aðstoð og stuðning við vinnslu þessa efnis. Þátttaka í félagsstörfum er afar gefandi, í skátunum lærði ég mest af því sem ég kann í félagsmálum. Ég verð ævinlega þakklát fyrir allt sem skátastarfið hefur gefið mér, án þess væri ég ekki sú manneskja sem ég er í dag. Námsgagnastofnun á veg og vanda af þessari útgáfu og vil ég þakka starfsmönnum þar einstaka þolinmæði, traustið og hvatninguna. Sérstakar þakkir fær Aldís Yngvadóttir fyrir umburðarlyndið, yfirlestur og afar gagnlegar ábendingar. Erlendur Kristjánsson hjá Menntamálaráðuneytinu og Sigurður Guðmundsson hjá UMFÍ fá einnig þakkir fyrir vandaðan yfirlestur á efninu í heild eða hluta og góðar ábendingar. Síðast en alls ekki síst vil ég þakka gullmolunum Anítu Rut og Sigrúnu Mist sem lögðu það á sig að lesa yfir efnið fyrir mig með augum unga fólksins og bentu á ýmislegt sem betur mátti fara. Að lokum fá fjölskylda mín, vinir og vinnufélagar einnig þakkir fyrir hvatninguna og tiltrúna. Ég er öllum þessum aðilum óendanlega þakklát fyrir þeirra þátt. Hulda Sólrún Guðmundsdóttir Kæri lesandi
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=