Verum virk

Mikilvægt að afmarka efni ræðu við þrjú til fjögur meginatriði, hafa setningar stuttar og nota einfalt mál í umræðunum. Efnið er það mikilvægasta í ræðunni og það þarf að afmarka vel og ekki ætla sér að tala um of margt, sumir segja að gott sé að miða við að skipuleggja meginmál ræðunnar í kringum þrjú til fjögur meginatriði. Ræðan er, eftir allt saman, leið til að koma á framfæri hugmyndum, viðhorfum og skoðunum okkar. Jafnframt þarf að taka mið af áheyrendahópnum, til að tryggja að ræðan höfði til þeirra, og ræðutíma. Almennt eru styttri ræður betri en þær lengri. Æskilegt er að skrifa ræðuna fyrst frá orði til orðs. Nota ætti einfalt mál og forðast allt orðskrúð, langar og f lóknar setningar. Gott er að miða við að setningar séu ekki lengri en tuttugu orð. Þegar búið er að gera sér grein fyrir þeim meginatriðum sem fjalla á um er oft best að byrja á að skrifa innganginn og lokaorðin og enda á að skrifa sjálfan megintextann. Síðan þarf að æfa f lutninginn nokkrum sinnum og endurskrifa ræðuna jafn­ hliða því sem hún er æfð, merkja inn áhersluatriði og áhrifaþagnir. Best er að æfa ræðuna upphátt, gjarnan fyrir framan spegil og jafnvel taka hana upp líka, bæði til að átta sig á lengd hennar og til að tileinka sér innihaldið og f lutninginn betur. Ef við hnjótum um orð eða orðatiltæki gæti þurft að breyta setningunni til að koma henni örugglega til skila. Eftir að hafa æft f lutninginn nokkrum sinnum má skrifa niður aðalatriði ræðunnar og æfa sig svo að f lytja ræðuna aftur aðeins með þá punkta til stuðnings. Sumum þykir gott að æfa sig með því að lesa textann með tónlist í bakgrunninum, þá fer f lutningurinn ósjálfrátt í ákveðinn takt (sem ekki má vera of hraður) og lesa svo aftur án tónlistar. Í stuttu máli má segja undirbúningur ræðu sé ekki ósvipaður því að skrifa ritgerð og skiptist í eftirfarandi þætti: Umræðuefnið kannað og afmarkað. Tekin saman nokkur meginatriði sem fjalla á um. Ræðan samin frá orði til orðs, byrjað á inngangi og lokaorðum og endað á meginmáli. Ræðan lesin yfir og breytt eftir þörfum. Heimildir og tilvitnanir staðfestar. Flutningur æfður. 37

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=