Verum virk

Ólíkar tegundir af ræðum Undirbúningur er lykill að góðri ræðu Bestu ræðumenn heims æfa ræður sínar oft áður en þeir flytja þær Mismunandi ræður Hægt er að skipta ræðum í f lokka eftir tilefni þeirra og einkennum. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvers konar ræðu við erum að f lytja hverju sinni. Helstu ræðuf lokkar eru: 5 1. Málf lutningsræður 2. Fræðsluræður / fyrirlestrar 3. Ávörp 4. Tækifærisræður Málf lutningsræður eru ræður sem við notum til að berjast fyrir ákveðnum málstað. Í slíkum ræðum er bæði beitt rökfærslu og höfðað til tilfinninga áheyrenda. Þetta geta verið framsöguræður, almennar fundarræður, kappræður og áróðursræður. Röksemdafærsla er lykilatriði í svona ræðum en hún þarf að vera sett fram á einfaldan og skýran hátt svo boðskapurinn komist til skila. Þó getur verið áhrifaríkt að höfða til tilfinninga þeirra sem á hlusta en áhrifanna gætir yfirleitt ekki lengi og þess vegna ætti að stilla því í hóf. Eins og nafnið gefur til kynna fela fræðsluræður í sér að koma á framfæri ein­ hverri fræðslu eða þekkingu. Fyrirlestrar kennara í skóla eru dæmi um slíkar ræður en svo er einnig um skýrslur stjórna og predikanir presta svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að gæta þess að hafa allt tilbúið í tæka tíð og að þau hjálpar­ tæki (tölva, skjávarpi, hljóðkerfi o.f l.) sem styðjast á við séu til staðar og virki rétt. Ávarp er yfirleitt stutt og sjálfstæð ræða sem ekki miðast við neinar umræður. Oftast eru slík ávörp f lutt í krafti persónu eða embættis svo sem við setningu fundar eða samkomu og við hátíðleg tækifæri. Tækifærisræður eru til dæmis ræður sem f luttar eru við mannfagnaði hvers konar og er frekar ætlað að vera til skemmtunar en að fjalla um eitthvert ákveðið málefni. Þær eru oftast stuttar og falla að tilefninu hverju sinni. Slíkar ræður krefjast því góðs undirbúnings eins og aðrar ræður þó stuttar séu. Undirbúningur ræðu Góður undirbúningur er lykillinn að áhrifaríkri ræðu. Bestu ræðumenn heims æfa ræður sínar ítrekað áður en að f lutningi kemur. Ræður sem virka algjörlega óundirbúnar og áreynslulausar eru oft mest undirbúnu ræðurnar. Þegar að því kemur að setja saman ræðu þarf að byrja á því að kynna sér umræðuefnið vel. Ef við þekkjum efnið erum við afslappaðri og eðlilegri 36

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=