Verum virk
Líkamsstaða, öndun, framburður og fleiri atriði eru mikilvæg í ræðuflutningi Eftirfarandi atriði ætti að hafa í huga í þessu sambandi: Gæta vel að líkamsstöðu, vera frjálsleg(ur) og í eðlilegri stöðu til að röddin f ljóti eðlilega. Þyngdin ætti að hvíla á fremri hluta fótanna frekar en hælunum og líkaminn slakur, einkum axlir og háls. Gæta stöðugt að öndun. Nota djúpöndun, inn um nefið (líkt og lyktað sé af blómi) og út um munninn. Rétt öndun er einnig góð gegn streitu. Beita talfærunum rétt og nota rétta tónhæð. Frekar ætti að nota dýpri tóna en þá hærri. Byrja ekki með of miklum raddstyrk og breyta styrknum til að draga fram aðalatriði í ræðunni. Tala skýrt og greinilega, vanda framburð einstakra orða, þannig kemst efnið betur til skila og ekki þarf að nota eins mikinn raddstyrk. Gæta að þögnunum. Þær eru bæði notaðar til þess að anda og til áhersluauka. Hafa alltaf vatn við höndina og fá sér sopa ef hálsinn þornar. Nokkur almenn atriði er gott að hafa í huga við ræðuf lutning: Bíða með að byrja að tala þar til komið er í ræðustól og áheyr endur eru tilbúnir til að hlusta. Ávarpa áheyrendur (fundarstjóra og fundarmenn) í upphafi málf lutnings. Horfa í átt að áheyrendum og ná augnsambandi við sem f lesta meðan á f lutningnum stendur. Gott er að hafa ræðuna skrifaða sér til stuðnings en þekkja þarf efnið svo vel að hægt sé að líta af blöðunum. Tala hátt og skýrt svo allir heyri það sem sagt er og sýna ákveðni í framkomu. Kurteisi og málefnalegur f lutningur hefur mikil áhrif. Endurtekningar á meginatriðum geta tryggt að skilaboðin komist til skila en þær má ekki ofnota. Forðast afsakanir og annað sem dregur athygli áheyranda frá efni ræðunnar og dregur þannig úr áhrifum hennar. Vera svolítið hreyfanleg(ur) án þess að vera á stöðugu iði. Reyna að vera eins eðlileg(ur) og unnt er, slaka á og draga úr vandræðagangi sem sýnir taugaóstyrk. Vera stundvís og virða tímatakmörk sé um slíkt að ræða. 35
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=