Verum virk

Hæfilegur kvíði er hjálplegur þegar halda á ræðu Raddbeiting er eitt af lykilatriðum í flutningi ræðu Framsögn og ræðumennska Flestum reynist létt að tala og láta skoðanir sínar í ljós innan fjölskyldu og í vinahópi en margir eiga erfitt með að f lytja ræðu, jafnvel þó umræðuefnið og áheyrendahópurinn sé hinn sami. Raunar er það svo að margir halda því fram að þeir geti alls ekki haldið ræðu eða komið fram fyrir framan hóp, þeir frjósi bara og fari alveg úr sambandi. Sannleikurinn er þó sá að það er sjaldan raunin þegar á hólminn er komið. Eins og með svo margt annað krefst það æfingar að ná góðum tökum á því að koma fram, fyrsta skiptið er erfiðast en með hverju skiptinu reynist það auðveldara, sérstaklega ef vel tekst til, því sjálfstraustið eykst jafnt og þétt. Allir finna fyrir sviðsskrekk, jafnvel færustu ræðumenn. Flestir ræðumenn kannast við að adrenalínið fari af stað, kverkarnar þorni upp, lófar svitni og hjartsláttur aukist. Þessi einkenni valda því að sumir vilja helst hætta við. Of mikil streita er ekki af hinu góða og því nauðsynlegt að ná tökum á henni. Hæfilegur kvíði er hins vegar hjálplegur því hann heldur okkur við efnið og fær okkur til að leggja okkur betur fram. Margvísleg ráð duga vel til að takast á við frammistöðukvíða. Viðhorf okkar og hugsanir skipta máli í því sambandi og við ættum að temja okkur jákvæðni til að ná árangri. Ræðu ætti enginn að halda til þess eins að halda ræðu, ávallt þarf að gera sér ljóst hver tilgangurinn með ræðunni er. Hvað er það sem leggja á til málanna og hvers vegna, svör við þessum spurningum verða að vera ljós áður en við kveðjum okkur hljóðs. Undirstaða hverrar ræðu er þekking f lytjanda á umfjöllunarefninu. Við ættum alltaf að vera viss um að við höfum þekkingu á því sem við ætlum að fjalla um og leitast við að vanda mál okkar og framkomu þannig að efnið komist sem best til skila til þeirra sem á hlýða. Áheyrendur þurfa að heyra í okkur og skilja hvað við erum að fara. Undirbúningur er lykillinn að velgengni þegar koma á fram fyrir hóp áheyrenda. Raddbeiting er annað lykilatriði í framsögn og ræðuf lutningi. Að tala skýrt og hæfilega hátt svo að allir heyri eykur líkur á því að við náum til áheyrenda okkar. Blæbrigði raddarinnar og breytilegur raddstyrkur draga fram aðalatriðin og viðhalda athygli þeirra sem hlusta. Þagnir má nýta til áhersluauka. Þannig gefum við áheyrendum tækifæri til að velta síðustu orðum fyrir sér og meðtaka það sem við viljum leggja áherslu á. 34

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=