Verum virk

M Tjáning og framsögn ál- og tjáningarfrelsi er ein af undirstöðum lýðræðis og mannréttinda. Öll höfum við rétt til að hafa okkar eigin skoðanir á hverju máli og við höfum rétt til þess að láta þessar skoðanir í ljós. Öllum réttindum fylgja ákveðnar skyldur og um leið hvíla því á okkur skyldur um að taka virkan þátt í sam­ félaginu og leggja okkar af mörkum. Jafnframt þarf þó að sýna skoðunum annarra virðingu. Það skiptir því miklu máli hvernig við komum skoðunum okkar á framfæri. Árangursríkur málf lutningur krefst einbeitni og þjálfunar en allir geta náð tökum á ræðulistinni. Ónefndur sagði einhverju sinni að heili mannsins byrjaði að starfa á því augnabliki sem við kæmum í heiminn og léti ekki af störfum fyrr en við hygðumst halda ræðu opinberlega. Sannleikskorn kann að leynast í þessum orðum en þó svo væri er hægt að yfirvinna þetta og koma í veg fyrir að heilinn slökkvi þannig á sér. Í nútímasamfélagi reynir stöðugt meira á hæfileikann til að vera sannfærandi í umræðum. Í þessum kaf la er fjallað um undirstöðuatriði í framsögn og ræðumennsku. Gefin eru hagnýt ráð sem gott er að hafa í huga við undir­ búning ræðu, framkomu og f lutning ræðu. Farið er yfir mismunandi tegundir af ræðum og sýnd dæmi um uppbyggingu ræðu. 33

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=