Verum virk
3. Áhrifavaldar sjálfsmyndar Vinnið saman tvö og tvö og ræðið hvað hefur mótað sjálfsmynd ykkar og hvernig. Ræðið einnig hvaða skilaboð ungt fólk fær í gegnum a.m.k. eitt af eftirfarandi og takið dæmi máli ykkar til stuðnings: Tónlistarmyndbönd, tískutímarit, kvikmyndir/sjónvarpsþáttaseríur 4. Hvatning Skrifið bréf til ykkar sjálfra og setjið í lokað umslag. Í bréfinu á annars vegar að koma fram frásögn af því þegar þið voruð sérstaklega jákvæð í eigin garð síðast og hins vegar hvenær þið glödduð aðra manneskju síðast og hvernig ykkur leið við það tækifæri. Bréfið eigið þið svo að opna aftur og lesa eftir fjórar vikur. 5. Jákvæð sjálfsmynd Skrifið niður á tveimur mínútum eins mörg jákvæð atriði og þið getið um ykkur sjálf. 6. Markmiðasetning og hvatning Setjið ykkur raunhæft markmið um eitthvað sem þið viljið breyta í eigin framkomu eða ná árangri með og þið getið unnið að á næstu tveimur vikum. Botnið eftirfarandi setningar með það markmið í huga og nýtið þær svo til að hvetja ykkur til dáða á hverjum degi. Ég get gert … Ég ætla að gera … Ég skal gera … Gerið svo áætlun um hvernig þið ætlið að ná þessu markmiði og ákveðið hvernig þið ætlið að umbuna ykkur þegar markmiðinu er náð. Að tveimur vikum liðnum skulið þið fara yfir hvernig gekk og umbuna ykkur ef þið hafið náð markmiðinu. 7. Draumasjálf Teiknið mynd, eina eða fleiri, sem lýsir ykkar draumasjálfi (hvað ykkur finnst skipta máli til velgengni, s.s. í námi, vinnu, félagslífi, íþróttum, fjölskyldulífi eða einhverju öðru). Metið svo á skala frá 1 til 10 hversu nálægt draumasjálfinu þið eruð, þar sem 1 er lengst frá og 10 næst draumasjálfinu (ein einkunn fyrir hverja mynd sem þið teiknið). 8. Virðing Semjið ljóð eða stutta sögu sem lýsir því hvernig við getum sýnt öllum virðingu. 32
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=