Verum virk

sjálfsmynd eru öruggir með sjálfa sig, þeim líður vel og gengur almennt vel í leik og starfi. Gott sjálfstraust er mikilvægt til að ná góðum árangri í lífinu. Jákvætt hugarfar og markmiðasetning skipta miklu þegar byggja á upp eigið sjálfstraust. Vinna þarf gegn niðurrifshugsunum og öðrum hugsanavillum. Lykillinn að jákvæðu sjálfsmati er að þekkja veik- og styrkleika sína og einbeita sér að kostunum. Hrós og uppbyggileg gagnrýni skipta mestu máli þegar byggja á upp sjálfstraust annarra. Það hefur mikið að segja að vera vinur vina sinna og gera ekki meiri kröfur til annarra en sjálfs sín. Verkefni með fjórða kafla 1. Að þekkja styrkleika sína og veikleika Botnið eftirfarandi setningar á a.m.k. fimm mismunandi vegu: Ég er … Mér líkar best við sjálfa(n) mig þegar ég … Mér líkar verst við sjálfa(n) mig þegar ég … Af seinni setningunum tveimur, hvort reyndist ykkur auðveldara að botna fyrri setninguna eða þá seinni? Skoðið hvaða upplýsingar komast í gegnum skráargat ykkar sjálfsmyndar. Hvort eiga neikvæð eða jákvæð skilaboð greiðari leið þar í gegn? Stígið öðrum fæti á A4 blað og teiknið útlínurnar á blaðið. Gerið svo það sama við hinn fótinn á annað blað. Skrifið að því loknu helstu styrkleika ykkar inn í annan fótinn og veikleika ykkar á hinn fótinn. Á hverjum morgni skulið þið svo taka yfirvegaða ákvörðun um í hvorn fótinn þið ætlið að stíga þann daginn, þann sem lýsir styrkleikum ykkar eða veikleikum. Takið eftir því hvernig ykkur líður með ykkur sjálf eftir því hvort það eru styrk- eða veikleikarnir sem eru í fókus. 2. Hrós Hrósið einhverjum einlæglega a.m.k. einu sinni á dag í heila viku (þarf ekki að vera alltaf sami einstaklingurinn). Fylgist með viðbrögðum þeirra við hrósinu og ykkar eigin líðan á þessum stundum. Takið líka eftir því hvernig þið bregðist við þegar ykkur er hrósað. Skráið hrósin og það sem þið komist að í hrósdagbók. 31

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=