Verum virk

Ef framkoma okkar ýtir undir jákvæða sjálfsmynd annarra nærum við eigin sjálfsmynd í leiðinni Að sama skapi ef við föllum í þá gryfju að veita neikvæðum einkennum annars einstaklings of mikla athygli og vera með látlausa gagnrýni á hann eða hæða hann stöðugt getur það hoggið skarð í sjálfsmynd hans. Allir gera mistök og þurfi að gagnrýna annan einstakling er mikilvægt að það sé gert á jákvæðan og leiðbeinandi hátt og af virðingu. Þá er best að byrja á að benda á það sem jákvætt er; neikvæðar athugasemdir eiga ekki að vera ásakandi og ættu að einblína á þá hegðun sem ekki er í lagi í stað þess að rakka viðmælandann niður sem manneskju. Fullvissa þarf viðkomandi um jákvæðan tilgang gagnrýninnar eigi ekki að skaða sjálfsmynd hans. Ekki má gera meiri kröfur til annarra en maður gerir til sjálfs sín. Jákvæð og sterk sjálfsmynd er eitt besta veganesti sem við fáum út í lífið vegna þess að hún eykur líkur á vellíðan og velgengni. Okkur geðjast betur að sjálfum okkur þegar við sýnum öðrum virðingu og vináttu. Ef framkoma okkar ýtir undir jákvæða sjálfsmynd annarra nærum við eigin sjálfsmynd í leiðinni. Öllum er nauðsynlegt að eiga tilfinningalegan bakhjarl í góðum vini eða ástvini á einu helsta mótunarskeiði sjálfsmyndarinnar, unglingsárunum, og því ættum við alltaf að gæta þess að vera vinir vina okkar og segja þeim daglega hvað okkur þykir mikið til þeirra koma. Meginatriði – yfirlit Sjálfsmynd er viðhorf einstaklings til sjálfs sín, hvernig hann metur sjálfan sig, þær hugmyndir sem hann hefur um sjálfan sig sem persónu og þær hugsanir sem beinast að honum sjálfum. Sjálfsmynd felur í sér allt sem við notum til að skilgreina okkur og aðgreina okkur frá öðrum, s.s. líkamleg einkenni, félagslega og sálræna eiginleika, hæfileika og færni, afstöðu til lífsins o.s.frv. Sjálfsmynd spannar bæði fortíð, nútíð og framtíð – og nær þannig einnig til þeirra hugmynda sem einstaklingurinn hefur um hvernig hann vill verða í framtíðinni. Allt umhverfi okkar og öll reynsla hefur áhrif á sjálfsmynd okkar. Sjálfsmyndin verður fyrir áhrifum af samanburði við aðra og við draumasjálf okkar, því hvernig við viljum vera eða verða. Neikvæð sjálfsmynd verður til ef mikið bil er á milli draumasjálfsins og hver við teljum okkur vera. Þeim sem hafa neikvæða sjálfsmynd líður oftast illa og hafa litla trú á sjálfum sér. Alvarlegar afleiðingar geta hlotist af slíkri sjálfsmynd, vonleysi, kvíði og þunglyndi. Jákvæð sjálfsmynd verður hins vegar til þegar bilið ámilli draumasjálfsins og þess sem við teljum okkur vera er viðráðanlegt. Þeir sem hafa jákvæða 30

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=