Verum virk
Að setja upp ljósu gleraugun – tileinka sér jákvætt hugarfar Að læra af mistökunum Að nýta styrkleika sína Þeir sem búa yfir jákvæðri sjálfsmynd kunna þá list að láta ekki eigin hugsanir slá sig út af laginu. Þeir læra af reynslunni og draga réttar ályktanir af þeim að stæðum sem þeir eru í hverju sinni. Slíkt krefst æfingar og því er mikilvægt að gefast ekki upp því smám saman fækkar neikvæðu hugsununum og ekki virðist lengur ástæða til að taka aðstæður eins alvarlega og áður. Að setja sér raunhæf, afmörkuð og vel skilgreind markmið getur auðveldað einstaklingi að takast á við erfið verkefni. Markmið gera okkur auðveldara að yfirstíga hindranir og sigrast á ótta. Allir vita hvað það er gott að fá klapp á bakið til staðfestingar á vel unnu verki og því er einhvers konar umbun fyrir að ná markmiðunum líka nauðsynleg og má alls ekki gleymast. Sanngirni skiptir miklu máli, við verðum að vera sanngjörn við okkur sjálf þegar við dæmum hvort okkur hafi tekist vel upp eða ekki, a.m.k. jafn sanngjörn og við erum við aðra. Kröfurnar mega ekki vera óhóf legar, það er allt í lagi að mistakast stundum. Við lærum meira af mistökum okkar en sigrum og mikið af bestu tækninýjungum hafa orðið til fyrir mistök. Svo lengi sem við vitum með okkur sjálfum að við höfum gert okkar besta er ástæða til að sýna fulla sanngirni og hrósa okkur í samræmi við það. Allir eru góðir í einhverju og gott getur verið að byrja á því að einbeita sér að því sem við vitum að við gerum vel og reyna að gera meira af því. Það er alltaf gott fyrir sjálfstraustið að ná árangri og gera eitthvað vel. Setja ætti upp ljósu gleraugun, einbeita sér að því jákvæða í hverjum aðstæðum fyrir sig og draga úr athyglinni á því neikvæða. Lykillinn að velgengni og jákvæðri sjálfsmynd er jákvætt hugarfar, fullvissan um að við getum allt sem við ætlum okkur og stað föst trú á að við séum mikilvægir einstaklingar. Þeir sem takast á við erfiðleika og sigrast á þeim standa sterkari eftir. Í stuttu máli má segja að það að þekkja eigin veik- og styrkleika, kunna að nýta sér kostina og byggja upp veiku hliðarnar, sé lykillinn að jákvæðu sjálfsmati. Við þurfum að vera meðvituð um kosti okkar og byggja á þeim en um leið þurfum við líka að þekkja veiku hliðarnar og leita leiða til að vinna með þær. Verum jákvæð og berum virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum! Að hafa áhrif á sjálfsmynd annarra Við erum hluti af umhverfi vina okkar og fjölskyldu og þannig eigum við líka þátt í að móta sjálfsmyndir þeirra – á sama hátt og þeir hafa áhrif á sjálfsmynd okkar. Öll verðum við hreykin þegar okkur er hrósað, þá finnst okkur við og athafnir okkar skipta máli. Að láta aðra finna að okkur þykir vænt um þá og hvað okkur finnst jákvætt og gott við þá hvetur þá til dáða og styrkir sjálfsmynd þeirra. Þannig getur hrós og faðmlag skipt miklu máli í að styrkja sjálfsmynd annars einstaklings. 29
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=