Verum virk

Sjálfsmynd hefur áhrif á líðan Gott að æfa sig í að efla jákvæðar hugsanir ómöguleg tökum við ekki mark á því þegar okkur er hrósað og miklum það að sama skapi fyrir okkur séum við gagnrýnd. Við tökum bara við þeim upplýsingum sem komast í gegnum skráargatið. Einstaklingur með neikvæða eða slæma sjálfsmynd telur sig eiga langt í land með að ná markmiðum sínum – draumasjálfinu. Bilið á milli þess hvernig hann lítur á sjálfan sig í nútíðinni og þess sem hann vildi gjarnan ná er svo stórt að það virðist óyfirstíganlegt. Ef bilið þarna á milli er langt verðum við óánægð með okkur sjálf. Einstaklingi sem hefur neikvæða sjálfsmynd líður oftast illa. Neikvæð sjálfs­ mynd er endalaus uppspretta sjálfsgagnrýni, óánægju, kvíða og vanlíðanar; hún kemur fram í neikvæðri gagnrýni á eigin frammistöðu, fullkomnunaráráttu og óraunhæfum kröfum til sjálfs sín. Einstaklingi með slíka sjálfsmynd hættir til að gera lítið úr góðum árangri (horfa fram hjá honum) og mikla fyrir sér öll þau mistök sem hann hugsanlega gerir. Sé ekki gætt að geta hlotist alvarlegar af leiðingar af slíkri sjálfsmynd, vonleysi, kvíði og þunglyndi. Að bæta sjálfsmynd sína og efla sjálfstraust Öll viljum við ná árangri í lífinu. Gott sjálfstraust er mikilvægur þáttur í því að ná tilætluðum árangri og því skiptir miklu máli að kunna að tala í sig kjark þegar þess gerist þörf og láta vaða. Það á ekki síst við þegar kemur að því að stíga á svið eða í pontu og tala fyrir framan hóp af fólki. Það að vera meðvitaður um hvernig eigin hugsanir og hegðun hafa áhrif á líðan og að sama skapi á sjálfsmyndina er fyrsta skrefið í átt að því að styrkja sjálfsmyndina. Gæta þarf að hugsunum sínum og æfa sig í að ef la jákvæðar hugsanir. Bera þarf kennsl á og ná valdi á óboðnum niðurrifshugsunum sem eru tilefnislausar eða ýktar. Finna þarf mótrök gegn slíkum hugsunum og gera þær þannig óvirkar. Sérstaklega þarf að varast hugsanavillur eins og: stimplanir , það er að setja neikvæða merkimiða á sjálfan sig, t.d. „ég er alveg vonlaus“ alhæfingar , sem er að líta á einstakan atburð sem dæmi um hvernig ástandið er almennt, alltaf eða aldrei fullyrðingar, t.d. „ég get þetta aldrei“ og óraunhæfar kröfur , t.d. fullyrðingar um hvað maður ætti að geta 28

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=