Verum virk

Umhverfi okkar hefur áhrif á sjálfsmyndina Þeim sem hafa heil­ brigða og sterka sjálfsmynd vegnar oftast vel í lífinu til í þessum samanburði og þannig hefur umhverfi okkar áhrif á sjálfsmyndina. Svör við lykilspurningunum sem nefndar eru hér að ofan fást ekki síst í gegnum við­ brögð annarra og samræma þarf eigin hugmyndir um sig og framtíð sína við þá mynd sem speglast í við­ brögðum annarra. Þannig hefur allt okkar umhverfi áhrif á þá mynd sem við höfum af okkur sjálfum. Þær ímyndir sem haldið er að okkur í gegnum fjölmiðla, hvort sem um er að ræða tónlistarmyndbönd, kvikmynda- og tískuumfjallanir, fréttir eða annað efni, gefa t.d. ríkuleg tilefni til slíks samanburðar – sem því miður er ekki alltaf raunhæfur og getur auðveldlega skekkt sjálfsmynd fólks og haft neikvæð áhrif. Jákvæð sjálfsmynd og áhrif hennar Ef bilið á milli þess sem við teljum okkur vera og draumasjálfsins er nógu smátt og yfirstíganlegt er sjálfsmynd okkar jákvæð og sterk. Ef litlu munar á því hver við erum og hvernig við vildum vera erum við ánægð og okkur líður vel. Einstaklingur sem hefur góða og sterka sjálfsmynd er öruggur um sjálfan sig, ber höfuðið hátt, getur tekið gagnrýni á jákvæðan hátt, kann að taka hrósi, þolir betur samkeppni, gengur betur í leik og starfi og tekst á við lífið allt með jákvæðu hugarfari, þannig mætti reyndar lengi telja. Þeim sem eru með góða sjálfsmynd og bera virðingu fyrir sjálfum sér gengur yfirleitt betur í lífinu, þeir glíma við færri vandamál og eru almennt virkari í samfélaginu, taka frekar þátt í íþróttum og félagsstarfi. Þeir hafa trú á eigin getu og búa yfir góðu sjálfstrausti. Sjálfstraustið kemur fram í því að nýta það besta sem manni er gefið, telja sig geta og eiga skilið að ná árangri, vellíðan og að gefa af sér. Það kemur líka fram í því að þora að viðurkenna mistök. Enginn er fullkominn, allir gera einhvern tímann mistök eða finna fyrir sviðs­ skrekk, jafnvel frægustu leikarar og færustu ræðusnillingar. Það sem skiptir máli er hvernig tekist er á við þær tilfinningar sem því fylgja og þeir sem búa yfir jákvæðri sjálfsmynd og góðu sjálfstrausti eru líklegri til að takast á við slíkt með góðum árangri. Neikvæð sjálfsmynd, einkenni og afleiðingar Sjálfsmyndin er eins og skráargat, það komast bara sumir lyklar í gegn. Séu þær hugsanir sem beinast að okkur sjálfum neikvæðar hefur það áhrif á sjálfsmynd okkar og hún verður neikvæðari. Hugmyndir okkar um okkur sjálf stýra því hvernig við tökum við hrósi og gagnrýni. Ef við erum viss um að við séum 27

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=