Verum virk

Sjálfsvirðing felur í sér að meta sjálfa(n) sig að verðleikum, vera sátt(ur) við sjálfa(n) sig og bera ábyrgð á eigin hegðun og hamingju Draumasjálf Hvað er sjálfsmynd? Oft er talað um að börn, og sérstaklega unglingar, séu í leit að sjálfum sér. Sumum finnst þetta orðalag skrítið en í raun er það ekki svo fjarri lagi, því þegar við erum að þroskast ef list tilfinning okkar fyrir því hver við erum og sjálfs­ myndin mótast. Persónueinkenni okkar koma stöðugt betur og betur í ljós og við lærum á styrkleika okkar og veikleika – lærum að þekkja okkur sjálf. Þetta er gjarnan kallað sjálfsmynd eða sjálfstilfinning, þ.e. að hafa tilfinningu fyrir sjálfum sér. Hugtakið sjálfsvirðing tengist sjálfsmyndinni og felur m.a. í sér að meta sjálfan sig að verðleikum, vera sáttur við sjálfan sig og bera ábyrgð á eigin hegðun og hamingju. Sjálfsmynd er í raun allar þær hugmyndir sem einstaklingur hefur um sjálfan sig, sú skoðun sem hver og einn hefur á sjálfum sér, hvernig hann metur sjálfan sig og hvað honum finnst um sjálfan sig. Sjálfsmynd felur í sér allt sem ein­ staklingurinn notar til að skilgreina sig og aðgreina sig frá öðrum, s.s. líkamleg einkenni, félagslega og sálræna eiginleika, hæfileika og færni, afstöðu til lífsins o.s.frv. Sjálfsmynd spannar bæði fortíð, nútíð og framtíð – og nær þannig einnig til þeirra hugmynda sem einstaklingurinn hefur um hvernig hann vill verða í framtíðinni. Sjálfsmynd er í stuttu máli þær hugsanir hvers og eins sem beinast að honum sjálfum. Sjálfsmyndina má finna í þeim svörum sem hann hefur við spurn­ ingum á borð við: Hver er ég? Hvað vil ég? Hvers vegna er ég eins og ég er? Hver eru markmið mín? Hvað vil ég verða? Og síðast en ekki síst, hvernig finnst öðrum ég vera? Hvað hefur áhrif á sjálfsmynd fólks? Öll reynsla hefur áhrif á og mótar skoðanir okkar um okkur sjálf. Það hvernig aðrir bregðast við okkur, okkar eigin viðbrögð í ólíkum aðstæðum og þær ímyndir sem haldið er að okkur í samfélaginu öllu hafa áhrif á þá mynd sem við höfum af okkur sjálfum. Sjálfsmynd okkar er að hluta til líka sprottin af því hvernig við vildum vera. Við eigum okkar „draumasjálf“ sem einnig má líta á sem markmið okkar um það hvert við ætlum að ná í framtíðinni. Það hversu langt við eigum í land með að ná þessu draumasjálfi litar sjálfsmynd okkar alla. Ekki er víst að við séum alltaf meðvituð um þetta draumasjálf en það hefur samt sem áður áhrif á sjálfsmyndina vegna þess samanburðar sem stöðugt á sér stað, meðvitað eða ómeðvitað, á því hvernig við viljum vera og hvernig við teljum okkur vera. Auk þess að bera okkur saman við draumasjálf okkar berum við okkur saman við aðra og komumst þannig að því hvernig við erum. Sjálfsmyndin verður m.a. 26

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=