Verum virk
essi kaf li fjallar um sjálfsmynd og sjálfsvirðingu í víðum skilningi, hvað hefur áhrif á sjálfsmyndina og hvað einkennir hana. Fjallað er um neikvæða og já kvæða sjálfsmynd, mikilvægi þess að þekkja styrkleika sína og veikleika og hvernig við ef lum sjálfstraust okkar og annarra. Sjálfsmynd felst í viðhorfi hvers og eins til sjálfs sín. Sú skoðun sem við höfum á sjálfum okkur birtist í fram komu okkar gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Segja má að veröldin í kringum okkur sé eins konar spegil mynd okkar sjálfra. Ef við erum jákvæð og ánægð sjáum við frekar það jákvæða og góða í umhverfi okkar. Ef við hins vegar erum ósátt og óánægð með okkur er okkur hætt við að sjá aðeins erfiðleika og leiðindi í kringum okkur. Sjálfsmynd okkar segir til um hversu vel við erum í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem mæta okkur í lífinu. Ef við viljum ná árangri og njóta velgengni verðum við að þekkja okkur sjálf, meta okkur sjálf að verðleikum og þora að vera við sjálf! Þ Sjálfsmynd og sjálfsvirðing 25
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=