Verum virk

6. Að segja skoðun sína Vinnið saman í hópi og setjið upp bekkjarfund þar sem umræðuefnið er: Munurinn á formlegum samskiptum og óformlegum. Hver og einn á að gera grein fyrir sinni skoðun í stuttu máli og færa rök fyrir henni. Takið dæmi úr eigin reynslu máli ykkar til stuðnings. Hvar og hvenær er um formleg eða óformleg samskipti að ræða í skól­ anum ykkar? Hvar mættu samskiptin vera formlegri eða óformlegri? Gerið grein fyrir ykkar skoðun. 7. Að koma skoðun sinni á framfæri og uppbyggileg gagnrýni Setjið saman, hvert og eitt, stutt bréf sem lýsir því hvað ykkur finnst um félagslíf nemenda í skólanum ykkar og það sem betur má fara í þeim efnum að ykkar mati. Bréfið má vera formlegt bréf til skólayfirvalda eða óformlegt bréf til vinar. Að skrifunum loknum eigið þið að skiptast á bréfi við bekkjarfélaga, gefa og taka við uppbyggilegri gagnrýni á skrifin. 8. Virk hlustun Ræðið saman tvö og tvö. Annað byrjar að segja frá og hitt hlustar og svo skiptið þið um hlutverk. Beitið virkri hlustun og hafið í huga þau lykilatriði sem um hana gilda. Umræðuefnið er: Hvernig gekk að vakna og koma sér í skólann í morgun? Athugið sérstaklega að vanda ykkur við umorðunina og nota setningar sem lýsa skilningi ykkar á því sem sagt var („áttu við að …“, „þú varst …“, „ertu að meina að …“ o.s.frv.). 9. Líkamstjáning Útbúið myndasögu, án orða, sem segir sögu úr lífi einstaklings og sýnir um leið mismunandi svipbrigði eða látbragð til að koma sögunni til skila. Söguna má setja fram sem teiknimyndasögu, í stuttmynd, leikþætti með leikrænni tjáningu, ljósmyndasýningu eða með öðrum hætti sem ekki byggist á tungumáli, hljóðum eða röddinni. 10. Ræðumennska og svipbrigði Nefnið nokkur dæmi um látbragð eða svipbrigði sem þið teljið áhrifarík til notkunar í ræðustóli. 11. Bros og félagsleg samskipti Prófið í heilan dag að bjóða góðan dag og brosa til allra sem þið mætið á förnum vegi. Takið eftir hvaða áhrif þetta hefur, bæði á ykkur sjálf og viðbrögð annarra, og skráið hjá ykkur. 12. Líkamstjáning í netheimum Farið inn á nokkrar samskiptasíður á netinu og finnið dæmi um tákn sem notuð eru í stað svipbrigða og látbragðs. Skráið hjá ykkur hvaða tákn þið finnið og hvað þau merkja. Veltið fyrir ykkur hvort allir skilji táknin á sama hátt. 24

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=