Verum virk

Verkefni með þriðja kafla 1. Formleg samskipti og óformleg Vinnið saman í litlum hópi og veljið eitt af eftirfarandi: Búið til fimm mínútna leikþátt sem lýsir formlegum samskiptum við hirð konungs á miðöldum. Sýnið leikþáttinn svo fyrir hina í bekknum. Búið til stuttan söngleik sem lýsir muninum á formlegum samskiptum þingmanna og óformlegum samskiptum unglinga. Sýnið hinum í bekknum svo söngleikinn. Setjið saman rapplag sem lýsir óformlegum samskiptum vinahóps í miðbæ stórborgar. Flytjið lagið svo fyrir hina í bekknum. Skrifið stutta sögu sem gerir grein fyrir formlegum samskiptum einstaklings, sem vill ná fram breytingum í hverfinu sínu, við stjórnvöld. Lesið söguna svo fyrir hina í bekknum. 2. Framkoma og kurteisi Skoðið bók að eigin vali um framkomu og kurteisi, sem skrifuð var á fyrri hluta 20. aldar og berið saman það sem þar er sagt við það sem almennt gildir um kurteisi í byrjun 21. aldar. Hvað vekur sérstaka athygli ykkar? 3. Þægindamörk og persónulegt rými Vinnið saman tvö og tvö, standið andspænis hvort öðru með gott bil á milli ykkar. Annað ykkar stendur kyrrt en hitt færir sig smátt og smátt nær þeim sem stendur, þar til sagt er stopp og má þá ekki halda áfram fyrr en aftur er sagt til. Þannig er haldið áfram þangað til komið er eins nálægt og sá sem stendur kyrr frekast þolir. Síðan er skipt um hlutverk. Ræðið upplifun ykkar af æfingunni að henni lokinni og sérstaklega hvernig ykkur leið þegar félaginn var kominn inn í ykkar persónulega rými og inn fyrir þægindamörk ykkar. Skrifið hjá ykkur, hvort um sig, hvaða tilfinningar voru sterkastar og hvað þið lærðuð af þessari æfingu. 4. Tilfinningar Skrifið niður eins mörg heiti tilfinninga og þið munið á einni mínútu. Að mínútunni lokinni skulið þið skoða vel orðin sem þið settuð á blað og telja sérstaklega hversu mörg jákvæðu tilfinningaorðin voru. Hversu oft finnið þið fyrir slíkum tilfinningum? 5. Að átta sig á tilfinningum annarra Vinnið saman tvö og tvö, skiptist á að sýna svipbrigði og látbragð sem tákna einhverja tilfinningu og giska á hvað þau merkja. 23

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=