Verum virk
Augun eru spegill sálarinnar Bros er smitandi Augnsamband skiptir almennt mjög miklu máli í samskiptum fólks. Stundum er talað um að augun séu spegill sálarinnar því margt er hægt að lesa úr augna tilliti fólks en það skiptir að sama skapi miklu máli til að ná tengslum við fólk. Ræðumenn sem horfa stíft niður í blaðið sitt og líta sjaldan upp þegar þeir f lytja mál sitt ná takmörkuðu sambandi við áheyrendur. Með því að líta á þá sem á mál okkar hlýða tengjum við okkur við þá og náum betra sambandi. Við getum líka ljáð máli okkar aukið vægi með svipbrigðum og látbragði. Bros er gulls ígildi þegar að því kemur að ýta undir jákvæð samskipti og tengjast þeim sem við brosum til. Bros er smitandi. Af öllu þessu er ljóst að ýmislegt er hægt að tjá án þess að hljóð komi við sögu. Nú til dags fara samskipti manna að töluverðu leyti fram í gegnum netið, tölvu póst og ýmsar samskiptasíður, og þar er ekki hægt að nota líkamstjáningu nema að takmörkuðu leyti. Til að yfirstíga þann hjalla hafa menn því fundið ýmsar leiðir til að undirstrika orð sín, sem þeir annars hefðu gert með látbragði og svipbrigðum, svo sem með margs konar broskörlum og öðrum táknum. Meginatriði – yfirlit Samskipti byggjast bæði á tali og hlustun. Mikilvægara er að kunna að hlusta en að tala. Formleg samskipti eru seinvirkari og fela í sér varúð og vald en líta oftar en ekki á fleiri eða allar hliðar málsins sem um er rætt. Óformleg samskipti eru hraðari og nánari og byggjast á vináttu og trausti en eru um leið gjarnan takmarkaðri í úrlausn mála. Kurteisi er líklegri til árangurs en yfirgangur og ókurteisi. Kurteisi gefur til kynna að við kunnum okkur, förum eftir þeim siðareglum sem í gildi eru í viðkomandi hópi og tökum tillit til annarra. Góð samskipti byggjast á gagnkvæmri virðingu, tjáningu tilfinninga, skoðana, uppbyggilegri gagnrýni og því að geta sagt nei þegar það á við. Að sama skapi þarf að kunna að taka við þessum sömu þáttum af hendi annarra. Við getum hlustað með ýmsu móti. Það er kallað virk hlustun þegar sá sem hlustar er ekki algjörlega aðgerðalaus heldur leggur sig fram við að ná fram og skilja sjónarmið þess sem talar. Virk hlustun felur m.a. í sér að umorða það sem sagt er, það er að endurtaka merkingu þess, og fá staðfestingu á því að skilningurinn sé réttur. Líkamstjáning (raddblær, svipbrigði, höfuðhreyfingar, líkamsburður og látbragð) er oft áhrifameiri en hið talaða orð. 22
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=