Verum virk

Líkamstjáning eins og svipbrigði, höfuðhreyfingar og látbragð eru öflugar aðferðir til að koma skilaboðum á framfæri spurningum sem við vörpum til viðmælanda okkar erum við bæði að sýna að við hlustum og skiljum en um leið að athuga hvort túlkun okkar er rétt og gefa tækifæri til leiðréttinga sé þörf á því. 6. Vera hlutlaus, hvorki sammála né ósammála, að minnsta kosti á þessu stigi málsins. Það má gera síðar ef þörf er fyrir. Virk hlustun er eins og að spila borðtennis, viðmælandinn gefur boltann upp og við sendum hann til baka. Í virkri hlustun leitum við eftir merkingu þess sem sagt er, með því að hlusta og horfa, segjum frá því hvernig við skildum það sem sagt var og fáum staðfestingu á því að sú túlkun sé rétt eða leiðréttingu ef þörf er á því. Líkamstjáning Maðurinn notar f leira en röddina eða málið til að tjá sig. Svipbrigði, höfuð­ hreyfingar, líkamsburður og látbragð eru allt hluti af því sem við notum til að koma skilaboðum okkar til skila. Á upphafsárum kvikmyndagerðarlistarinnar var þessari tækni beitt til fulls og margt sýnt með látbragði einu saman. Góður látbragðsleikari á auðvelt með að sýna ákveðna tilfinningu og koma skilaboðum sínum til skila án þess að segja eitt einasta orð. Rannsóknir hafa sýnt að einungis tæpur þriðjungur þeirra skilaboða sem við sendum frá okkur kemur í gegnum það sem við segjum, um 70% felast í hinum óyrtu táknum sem við notum sam­ hliða málinu. Sömuleiðis hafa rannsóknir sýnt að óyrt skilaboð, það sem við tjáum án orða, séu allt að fimm sinnum áhrifameiri en yrtu skilaboðin, það er orðin sem við segjum. Líkamstjáning er því öf lugt verkfæri sem við ættum að læra að tileinka okkur og nýta til að koma skilaboðum okkar betur á framfæri og okkur til framdráttar í félagslegum samskiptum. Hægt er að koma skilaboðum áleiðis með líkams­ tjáningunni einni, svo sem með því að kinka kolli eða hrista höfuðið. Við erum öll sammála um hvað það þýðir og því getur verið nóg að láta þau tákn duga. Við lærum þetta á unga aldri og getur verið spaugilegt að fylgjast með litlum börnum tala í síma þar sem þau nota gjarnan þessi tákn en átta sig ekki á því að sá sem er á hinum enda línunnar sér ekki og meðtekur því ekki skilaboðin. Á ferðalögum um framandi slóðir getum við komist ansi langt og getum oftar en ekki gert okkur skiljanleg með líkamstjáningunni einni saman þó tungu­ málakunnátta sé ekki til staðar, sérstaklega í löndum þar sem menningin er ekki of frábrugðin okkar eigin. Það er þó ekki algilt því líkamstjáning er að sumu leyti menningarbundin. Þess vegna getur stundum verið varasamt að heimfæra það sem við þekkjum úr eigin samfélagi upp á önnur menningarsamfélög og nota tákn sem við erum vön að nota heima fyrir þegar komið er á framandi slóðir. Þar kynnu sömu tákn að hafa allt aðra merkingu en við eigum að venjast. Upp­ réttur þumalfingur hefur til dæmis allt aðra merkingu í Grikklandi en á Íslandi. 21

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=