Verum virk

Virk hlustun gefur viðmælanda til kynna að við leggjum okkur fram um að skilja það sem sagt er Virk hlustun Forsendan fyrir gagnlegu samtali er að báðir séu tilbúnir til að hlusta og meðtaka það sem sagt er. Í raun er ekki um neitt samtal að ræða nema báðir leggi sig fram til að hlusta og reyna að skilja hvor annan. Gagnkvæmur skilningur er þannig lykilatriði í árangursríku samtali. Það er hins vegar mikil kúnst að kunna að hlusta og við þurfum að æfa okkur í því til að ná verulega góðri færni. Sumir hvá þegar þessu er varpað fram og finnst sem verið sé að gera mikið mál úr einföldu atriði, allir kunni að hlusta. En staðreyndin er sú að til þess að ná meginatriðunum og því sem mestu máli skiptir úr máli annarra þarf oft að lesa á milli línanna. Það útheimtir færni sem ekki er meðfædd og því þurfum við að æfa okkur til þess að verða góð í því. Í virkri hlustun, sem er sú hlustun sem við notum i þessum tilgangi, hlustum við með eyrunum á það sem sagt er en tökum líka eftir því með augunum hvað sá sem talar á við, hvernig viðkomandi skýrir málið. Þegar við hlustum heyrum við ekki bara orðin heldur leggjum við okkur fram við að ná fram og skilja hvað viðmælandi okkar á við í raun og veru. Þetta undirstrikar það sem nefnt var í upphafi kaf lans um gildi þess að hafa tvö augu og eyru en bara einn munn. Þegar við beitum virkri hlustun er best að: 1. Ná augnsambandi við þann sem talar. – Það er óþægilegt að tala við fólk sem ekki horfir á mann því það gefur til kynna áhugaleysi. Ekki á samt að stara og ef okkur þykir óþægilegt að horfa beint í augu fólks (til dæmis ef við erum mjög feimin) má horfa á annan hluta andlits þess eða í áttina að viðkomandi. Til gamans má nefna að sums staðar í heiminum, svo sem í sumum suðrænum löndum, þykir dónalegt að horfa beint í augu fólks. 2. Forðast að grípa fram í. – Rannsóknir hafa sýnt að æst fólk grípur oftar fram í fyrir öðrum og sýnir þannig yfirgang og gefur skilaboðin „ég nenni ekki að hlusta á það sem þú hefur að segja“. Þó ekki eigi að grípa fram í getur samt verið gagnlegt að gefa til kynna að verið sé að hlusta, svo sem með höfuðhreyfingum, smáhljóðum eða jafnvel spurningum. 3. Setja sig í spor hins. – Með öðrum orðum velta því fyrir sér „hvernig myndi mér líða ef ...“. 4. Hlusta af athygli. – Meðtaka það sem sagt er en dvelja ekki í eigin drauma­ heimi. 5. Umorða skilaboðin með eigin orðum . – Ekki bara bergmála, þ.e. endurtaka orðrétt það sem sagt var. Þannig sýnum við að við skiljum það sem sagt var og hvað liggur að baki því. Til dæmis mætti byrja á einhverju á borð við: „Ertu að meina að ...“ eða „er það rétt skilið hjá mér að ...“. Um leið er æskilegt að sýna að við áttum okkur á tilfinningum þess sem talaði, svo sem með því að segja: „þú ert reið(ur) vegna þess að ...“ ef okkur þykir viðmælandinn vera í tilfinningalegu uppnámi. Með svona umorðun og 20

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=