Verum virk

Raddbeiting og lát­ bragð skiptir miklu máli í samskiptum Uppbyggileg gagnrýni er mikilvæg því hún er leiðbeinandi um hegðun og bætir líðan Því fylgja hins vegar mun f leiri kostir að segja skoðun sína og standa á sínu: - Auknar líkur á að ná fram vilja sínum. - Aukið öryggi og sjálfstæði í samskiptum. - Aðrir fá skýr skilaboð um hvers konar framkomu er óskað. - Aukin geta til að hafa stjórn á aðstæðum. - Betra samband við aðra og auknar líkur á að vandamál leysist á viðunandi hátt. Stundum leiðir það hins vegar ekki til mikils að segja skoðun sína. Á það sérstaklega við þegar hinn aðilinn er ekki tilbúinn til að hlusta, til að leita málamiðlana eða ef skoðunin kemur sér illa fyrir hann. Því fylgir þó alltaf sá ávinningur að hafa gert hreint fyrir sínum dyrum og að allt liggi ljóst fyrir. Rétt eins og það getur verið erfitt að segja skoðun sína getur verið erfitt að segja nei við vini eða vandamenn. Það er samt stundum nauðsynlegt. Þegar þess gerist þörf er best að lýsa afstöðu sinni og gefa skýr skilaboð. Um leið er mikilvægt að setja sig í spor hins. Alltaf skiptir máli hvernig málið er sett fram en raddbeiting og látbragð er einnig mikilvægt. Það má ekki vera ósamræmi á milli þess sem sagt er og hvernig það er sagt. Styrkleiki raddarinnar þarf að lýsa ákveðni, augnsamband sýnir öryggi og ákveðni og til að leggja áherslu á það sem sagt er þurfa svipbrigðin að vera í samræmi við orðin. Jákvæð og uppbyggileg gagnrýni er enn einn þáttur sem góð samskipti byggjast á. Oft er litið á gagnrýni sem eitthvað neikvætt og óæskilegt en eins og orðið gefur til kynna merkir það að RÝNA í eitthvað til GAGNS. Auðvitað skiptir máli hvernig gagnrýni er sett fram eigi hún að vera til gagns. Gagnrýni þarf ekki að vera sett fram á neikvæðan hátt. Uppbyggileg og jákvæð gagnrýni getur verið nauðsynleg því sé gagnrýniverð hegðun látin óátalin er líklegt að spenna magnist í samskiptunum og að fyrr eða síðar spryngi allt í loft upp. Uppbyggileg gagnrýni er til þess fallin að bæta samskipti. Hún kemur báðum aðilum til góða því hún er leiðbeinandi um hegðun og bætir líðan. Þegar gagnrýnt er uppbyggilega er best að byrja á því að benda á eitthvað jákvætt og nefna svo það sem þarf að bæta og hvernig unnt sé að gera það. Til að samskipti verði virkilega góð er ekki bara nauðsynlegt að geta tjáð eigin tilfinningar, sagt skoðun sína, sagt nei og gagnrýnt á uppbyggilegan hátt. Það er ekki síður mikilvægt að geta tekið því þegar aðrir tjá tilfinningar sínar, segja skoðun sína, hafna því sem um er beðið eða setja fram uppbyggilega gagnrýni. Þannig sýnum við öðrum virðingu og öðlumst um leið virðingu þeirra. Virðing endurspeglast í framkomu okkar, þeirri kurteisi sem við sýnum öðrum og hvernig við tölum við og um annað fólk. 19

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=