Verum virk
Virðing, augn samband, bros, jákvætt viðmót, spurningar og hlustun eru grundvöllur góðra samskipta Tilfinningar eru stór þáttur í sam- skiptum og mikil vægt að geta tjáð þær í samræmi við aðstæður hverju sinni Grundvöllur góðra samskipta Góð samskipti byggjast meðal annars á: - Gagnkvæmri virðingu - Að geta sagt nei - Tjáningu tilfinninga - Uppbyggilegri gagnrýni - Að segja skoðun sína Með öðrum orðum, góð samskipti byggjast á því að útiloka tvíræðni og draga úr líkum á að aðrir mistúlki það sem sagt er. Við eigum aldrei að gera ráð fyrir að aðrir viti hvað við viljum, þekki skoðanir okkar og langanir, geti sagt fyrir um ætlun okkar eða lesi hugsanir okkar. Ef við tjáum okkur ekki skýrt um þessi atriði gefum við möguleika á að aðrir leggi ólíkan skilning í orð okkar eða mistúlki þau. Auk þess sem þegar hefur verið nefnt um að allir leggi jafnt til málanna og að skipst sé á, gilda nokkrar lykilreglur til að ná árangri í samræðulistinni. Í fyrsta lagi má nefna að mikilvægt er að horfa í augu þess sem talað er við. Það gefur til kynna áhuga og að verið sé að fylgjast með því sem sagt er. Sumum þykir reyndar óþægilegt að horfa beint í augu fólks en þá er rétt að miða við að horfa í andlit eða í átt að viðkomandi. Í öðru lagi að bros gefur einnig til kynna jákvætt viðmót og áhuga og eykur líkurnar á ánægjulegum samskiptum. Í þriðja lagi ætti alltaf að segja eitthvað jákvætt við viðmælandann, slíkt eykur sjálfstraust og vellíðan í samskiptunum. Í fjórða lagi skiptir máli að taka virkan þátt í samræðunum, segja frá sjálfum sér og spyrja nánar um áhugaefni þess sem talað er við. Það gefur tilefni til frekari samræðna. Í fimmta lagi skiptir máli að hlusta með athygli á það sem viðmælandinn hefur að segja til þess að hann finni að áhugi sé til staðar á því sem sagt er. Það veitir sjálfstraust til að halda áfram. Tjáning tilfinninga er einn af þeim þáttum sem góð samskipti byggjast á. Við getum ekki gert ráð fyrir að aðrir viti hvað við erum að hugsa. Ef við viljum hafa áhrif eða breyta einhverju þurfum við að láta vita hverjar tilfinningar okkar og skoðanir eru til þess að hægt sé að taka tillit til þeirra. Það þarf þó að fara rétt að því að tjá tilfinningar sínar og gera það á réttum tíma. Þá er nauðsynlegt að bæði komi fram hver tilfinningin er og hvað vakti hana, af hverju okkur líður svona. Líkamstjáningin segir einnig sitt og hún má ekki vera í ósamræmi við það sem sagt er. Það getur verið erfitt að segja skoðun sína en rétt eins og með tilfinningarnar er það nauðsynlegt svo aðrir geti tekið tillit til hennar og til að koma í veg fyrir misskilning. Margar ástæður eru fyrir því að fólk segir ekki skoðun sína en til lengri tíma litið skapar það yfirleitt spennu í samskiptunum. Dæmi um ástæður sem fólk nefnir fyrir að segja ekki skoðun sína eru að vilja ekki stofna til deilna eða „gera mál úr hlutunum“, hræðsla við að gera sig að fíf li, vilja ekki særa aðra eða að málið sé ekki svo mikilvægt. 18
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=