Verum virk
Kurteisi er smurolía samskipta Kurteisi hefur verið líkt við smurolíu samskipta. Þegar við sýnum kurteisi tökum við tillit til annarra og meiri líkur eru á að við eigum ánægjuleg samskipti við aðra. Siðareglur eru víða í gildi og almennar kurteisisreglur þykja gulls ígildi. Þær hafa þó breyst í gegnum tíðina og sumt af því sem áður þótti sjálfsagt þykir hallærislegt og hlægilegt nú til dags. Að sama skapi er hætt við því að fornmönnum brygði í brún við framkomu sem okkur nútíma mönnum þykir sjálfsögð. Til eru alls kyns skráðar og óskráðar reglur um hvernig skuli komið fram við aðra og hafa margar bækur verið skrifaðar um það efni. Sem dæmi má nefna bækurnar Vinamót – um veislur og borðsiði eftir Bergþór Pálsson (2007), Njóttu lífsins – leiðbeiningar í mannlegum samskiptum eftir Unni Arngrímsdóttur (2007) og Stóru stundirnar – bók umkurteisi og siðvenjur eftirHermannRagnar Stefánsson (1988). Það getur einnig verið mjög gaman að glugga í eldri bækur sem skrifaðar hafa verið um þetta efni, til dæmis bækurnar Kurteisi eftir Rannveigu Schmidt sem gefin var út árið 1945, Leiðarvísir í ástamálum – 1 . Karlmenn eftir Ingimund gamla, sem gefin var út árið 1922 og Leiðarvísir í ástarmálum fyrir ungar konur eftir Madömu Tobbu sem gefin var út sama ár. Nú til dags þykir margt af því sem þar er sagt ansi spaugilegt. Dæmi um nokkrar almennar kurteisisreglur: Það þykir góð regla að bjóða góðan dag í upphafi dags, jafnvel þó við séummishress þegar við vöknum að morgni. Að heilsa þegar við hittum fólk þykir sjálfsögð kurteisi. Það þykir góður siður í formlegri samskiptum að heilsa með handabandi en gæta þarf þess að taka hvorki of fast eða of laust í hönd hins. Sömuleiðis þykir sjálfsagt að kveðja fólk kurteislega þegar leiðir skilja. Í ræðustóli gilda ákveðnar reglur um það hvernig skuli ávarpa fundarmenn. Einnig mætti nefna ýmsar kurteisisreglur sem gilda í samskiptum kynjanna, um hreinlæti, við borðhald og í samkvæmum en ekki verður farið út í það hér. 17
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=