Verum virk

Kurteisi er leið til að öðlast viðurkenningu Kurteisisreglur, mismunandi nánd og lagskipting Á Íslandi hefur löngum verið talin lítil stéttaskipting eða a.m.k. ekki jafn áber­ andi og víða annars staðar í heiminum. Einhver lagskipting er þó víða til staðar hér á landi sem annars staðar. Það má glöggt sjá í stjórnsýslu, á vinnustöðum (einkum þeim stærri), í félagsstörfum og jafnvel í skólakerfinu. Stjórnendur, millistjórnendur og almennir starfsmenn eru dæmi um slíka lagskiptingu. Gjarnan er aukin virðing tengd þeim sem ofar eru í lagskiptingunni. Stéttarstaða okkar, og við hverja við erum að ræða hverju sinni, hefur áhrif á það hvernig við högum okkur. Framkoma okkar er breytileg eftir því hvort við eigum í samskiptum við fólk sem telst ofar okkur eða neðar í lagskiptingunni eða á sama stigi (í sömu stétt). Hversu vel við þekkjum hvern og einn hefur einnig áhrif á hvernig og hversu frjálsleg samskipti okkar eru við viðkomandi. En alltaf gildir sú regla að við verðum að kunna okkur og tileinka okkur þær samskipta­ reglur sem í heiðri eru hafðar á hverjum stað fyrir sig ef við viljum tilheyra hópnum og ná árangri innan hans. Kurteisi er leið til að öðlast viðurkenningu og komast áfram innan hópsins, með góðri framkomu vegnar okkur betur. Kurteisi er sögð vera afurð stéttaskiptingar, hún var tækið sem gerði aðalsmönnum miðalda kleift að greina sig frá öðrum og jók áhrif efri stétta. Orðið kurteisi á rætur að rekja í frönsku og vísar til kunnáttu á siðum og venjum við hirðir hástéttarinnar (court = hirð eða konungshöll). Orðið þýðir sá sem kann að haga sér við hirðina. Kurteisi merkir því upphaf­ lega að kunna góða hirðsiði en nú er orðið haft um hæversku eða siðprýði. 4 Stundum er því haldið fram að Íslendingar séu lítt agaðir, fálátir og durtslegir í framkomu og að almenn kurteisi sé hér á undanhaldi. Um þessa staðhæfingu má deila og ekki er sjálfgefið að allir séu henni sammála. Flestir eru reyndar þeirrar skoðunar að kurteisi létti lífið og sé nauðsynleg í daglegu lífi. Þú kemur fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Þó þéringar séu ekki lengur við lýði í daglegu máli Íslendinga þykir ekki við hæfi að ávarpa forseta landsins með sama óformlega hættinum og aðra. Jafnvel þó forsetinn sé ávarpaður með fornafni sínu er titli hans bætt framan við, „herra eða frú forseti“ eftir því hvors kyns hann er. Á Alþingi gilda einnig ákveðnar reglur sem þingmenn þurfa að fara eftir í ræðustóli (sjá t.d. í lögum um þingsköp Alþingis), það á til dæmis við um hvernig þeir ávarpa þingheim og aðra þingmenn. Sumum þykir þetta hálfhjákátlegt eða fyndið en þessu fylgir ákveðinn agi sem skapar virðingu og traust manna á milli. 16

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=