Verum virk
Samskipti okkar eru ólík eftir því við hverja þau eru og við hvaða aðstæður Formleg samskipti og óformleg Samskipti okkar við annað fólk eru ólík eftir því í hvaða hópi við erum hverju sinni. Við komum ekki eins fram við vini okkar og fjölskyldu og við gerum við kennara okkar, afgreiðslufólk í búð eða ókunnuga sem við mætum á götu úti. Nánd okkar og persónuleg tengsl við þá sem við eigum í samskiptum við stjórnar því að nokkru leyti hvernig við högum samskiptunum. Skipta má samskiptum í grófum dráttum í tvo f lokka; formleg samskipti og óformleg. Stundum notum við formlegu samskiptin og á öðrum stundum þau óformlegu. Hvort tveggja á rétt á sér og stundum er bland beggja heppilegast til árangurs, það getur t.d. átt við á vinnustöðum og í skipulögðu félagsstarfi. Óformlegu samskiptin eigum við í aðstæðum sem ekki kalla á mjög ákveðnar hegðunarreglur og við þá sem við þekkjum betur. Rabb, smáfundir, hand skrifaðir punktar, persónuleg bréf, sms eða Facebook skilaboð og þess háttar eru allt dæmi um óformleg samskipti. Óformleg samskipti byggjast á vináttu og trausti. Samskiptin eru blátt áframog oftast vandræðalaus. Tilgangur slíkra samskipta er fyrst og fremst að viðhalda tengslum, vináttu eða kunningsskap, að fá álit annarra eða af la upplýsinga. Formlegri samskipti eru hins vegar þau sem við eigum við ókunnuga, opinberar og óopinberar stofnanir og á formlegum samkomum svo dæmi séu tekin. Fundir, yfirlýsingar og formlegri bréf eða tölvupóstar eru dæmi um slík samskipti. Þeim fylgir gjarnan ákveðin varúð og þau hafa á sér nokkurn valdsblæ. Oftar en ekki er fylgt ákveðinni hefð í formlegum samskiptum, hvort heldur sem er í mæltu eða rituðu máli. Tilgangurinn er gjarnan að hafa áhrif á aðra eða úrvinnslu einhvers máls. Ýmsir þættir ráða því hversu formleg eða óformleg samskipti okkar eru við aðra en oftast kemur það nokkuð af sjálfu sér út frá aðstæðunum hverju sinni. Tengsl okkar við viðkomandi, eðli málsins og markmið, reynsla og jafnvel ytri aðstæður hafa áhrif á formlegheitin. Formleg samskipti eru oft þung í vöfum en þau eru yfirgripsmeiri og taka yfirleitt tillit til allra hliða málsins. Óformleg samskipti ganga yfirleitt hratt fyrir sig og eru hnitmiðaðri en eru um leið takmarkaðri. Sjá má dæmi um báðar tegundir samskipta í skólum landsins. Formlegu samskiptin lúta gjarnan að náminu sjálfu en þau óformlegu að félagslífi og félagslegum samskiptum. Dæmi um formleg samskipti í skólastarfi eru t.d. vikulegir bekkjarfundir, heimakrókur að morgni, hefðbundnar kennslustundir og bein aðstoð við heimanám. Óformleg samskipti sjást hins vegar glöggt í frímínútum og á félagslegum viðburðum (á böllum o.þ.h.). 15
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=