Verum virk

Verkefni með öðrum kafla 1. Lýðræði Ýmis atriði eru talin skipta máli í lýðræðisríki. Vinnið saman í litlum hópi og kynnið ykkur hvaða atriði það eru helst. Ræðið ykkar á milli hver þeirra eru mikilvægust að ykkar mati og færið rök fyrir máli ykkar. 2. Lýðræði og skólasamfélagið Hvernig kemur lýðræði fram í skólasamfélaginu ykkar? Takið dæmi máli ykkar til stuðnings. Hvernig hafið þið eða gætuð þið nýtt ykkur lýðræðislegan rétt ykkar innan skólasamfélagsins? Takið dæmi máli ykkar til stuðnings. 3. Skipulag félaga Finnið dæmi um tvö sérhæfð félög og tvö fjölhæfð félög sem starfa í ykkar nærsamfélagi. Kynnið ykkur a.m.k. tvö þessara félaga og gerið stuttlega grein fyrir starfssviði þeirra og deildum ef um þær er að ræða. 4. Hlutverk stjórnar Vinnið saman tvö og tvö. Ræðið ykkar á milli þau ólíku embætti/ hlutverk sem eru í félagsstjórn. - Hvaða eiginleika teljið þið að hver stjórnarmaður þurfi að hafa til að bera til að geta sinnt sínu hlutverki? - Hvaða eiginleikar eru sameiginlegir fyrir alla stjórnarmenn og hvaða eiginleikar eiga sérstaklega við um ákveðin hlutverk eða embætti? 5. Félagsstjórn Vinnið saman í hópi. Setjið upp ímyndaðan aðalfund félags þar sem fram fara kosningar til félagsstjórnar. Hvernig mynduð þið standa að þeim? 13

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=