Verum virk
Meginatriði – yfirlit Í lýðræðisríki liggur valdið hjá almenningi sem hefur úrslitavald í sam félagslegum málefnum. Ýmist er talað um beint lýðræði eða fulltrúa lýðræði. Mikilvægt er að almenn mannréttindi séu virt þar sem lýðræði ríkir og eru þau réttindi tryggð á ýmsan hátt. Félögum og félagasamtökum má skipta í tvo flokka eftir hlutverki þeirra: Sérhæfð félög, sem starfa á einu afmörkuðu sviði í einni heild, annars vegar og fjölhæfð félög, sem starfa á mörgum sviðum í mörgum sjálfstæðum deildum, hins vegar. Æðsta vald í málefnum hvers félags er í höndum árlegs aðalfundar. Þar er stjórn félagsins kosin og fastanefndir einnig. Á aðalfundi er einnig farið yfir skýrslu stjórnar, reikninga, starfsáætlanir og fjárhagsáætlanir og mikilvægustu ákvarðanir um störf félagsins teknar. Einungis er hægt að breyta lögum félags á aðalfundi þess. Félagsstjórn fer með stjórn félags á milli aðalfunda og er ábyrg gagnvart aðalfundi og félagsmönnum. Algengt er að stjórn sé skipuð þremur til sjö mönnum. Stjórn stýrir starfi félagsins í samræmi við lög þess, markmið, stefnu og fundasamþykktir. Sameiginleg ábyrgð félagsstjórnar er mikil en hver stjórnarmaður hefur einnig ákveðnu hlutverki að gegna. Helstu embætti eru: Formaður, vara formaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnendur. Hver stjórnarmaður þarf að hafa til að bera þekkingu og færni í því hlutverki sem hann fer með. Skoðunarmenn reikninga eru einnig kjörnir á aðalfundi og hafa þýðingarmikið eftirlitshlutverk með fjárreiðum og reikningshaldi. 12
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=