Verum virk

Meðstjórnendur bera sömu ábyrgð og aðrir stjórnarmenn að varaformaður taki að sér umsjón með ákveðnum verkþáttum, svo sem að hann sé tengiliður á milli nefnda, verkefnahópa og stjórnar. Hann fylgist þá með því að samræmi sé á milli þess sem unnið er að í hverjum hópi. Í fámennum stjórnum, þar sem varaformaður er ekki kjörinn, er ritara oft falið að gegna hlutverki formanns í forföllum hans. Ritari heldur utan um gögn félagsins, svo sem félagatal, bréf og önnur skjöl. Hann ritar fundargerðir, heldur utan um bréfaskriftir í samráði við aðra stjórnarmenn, undirbýr ársskýrslur og f leira þess háttar. Mikilvægt er að varðveita gögn félagsins á öruggan hátt og kemur oft í hlut ritara að tryggja það. Gjaldkeri hefur umsjónmeð öllum fjárreiðum félagsins og sér um reikningshald. Hann annast innheimtu félagsgjalda, greiðslu reikninga, gerð fjárhagsáætlunar og ársreikninga og hefur umsjón með fjáröf lunum. Öðrum stjórnarmönnum, svokölluðum meðstjórnendum, er gjarnan falið að annast sérstök verkefni eða umsjón með ákveðnum starfsþáttum. Þeir bera sömu ábyrgð og aðrir stjórnarmenn á ákvörðunum stjórnar. Auk stjórnar kýs aðalfundur skoðunarmenn reikninga (eða endurskoðendur). Þeir sitja ekki í stjórn félagsins en hafa mjög þýðingarmikið hlutverk, þeir fara yfir reikninga félagsins áður en þeir eru lagðir fyrir aðalfund og leggja mat á hvort þeir eru réttir og í samræmi við bókhaldsreglur. Þeir eru þannig eins konar eftirlitsaðilar með fjárreiðum félagsins fyrir hönd félagsmanna. Félagslegir skoðunarmenn reikninga eru ekki það sama og löggildir endurskoðendur en ekki verður farið nánar út í þann mun hér. Jafnframt er iðulega um það að ræða að aðalfundur kjósi fastanefndir félagsins eða verkefnahópa en þeir geta einnig verið skipaðir af félagsstjórn. Fjallað verður sérstaklega um nefndastörf síðar. 11

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=