Verum virk

Stjórn félags er kosin á aðalfundi Stjórn stýrir starfi félags í samræmi við lög þess, mark­ mið og samþykktir félagsmanna Hver stjórnarmaður hefur ákveðið hlut­ verk sem krefst þekkingar og færni Hlutverk félagsstjórnar og stjórnarmanna Eins og áður sagði kjósa félagsmenn sér félagsstjórn á aðalfundi félagsins. Misjafnt er hversu margir sitja í stjórninni en kveðið er á um það í lögum félagsins. Algengt er að stjórn sé skipuð þremur til sjö mönnum. Félagsstjórn stýrir starfi félagsins í samræmi við lög þess, markmið, ákvarðanir sem teknar eru á fundum og vilja félagsmanna. Hún gerir áætlanir um starf félagsins til lengri og skemmri tíma, kemur með tillögur um ný viðfangs­ efni og lausn mála sem unnið er að, heldur utan um fjármál félagsins, hrindir samþykktum funda í framkvæmd, skiptir verkum og samræmir störf einstakra stjórnarmanna og/eða nefnda félagsins. Stjórn reynir að virkja sem f lesta félagsmenn til starfa, margar hendur vinna létt verk, og skapa heilbrigðan og skemmtilegan félagsanda innan félagsins. Önnur verkefni sem stjórn sinnir er að undirbúa fundi félagsins og boða til þeirra og afgreiða þau erindi sem félaginu berast úr ýmsum áttum. Í öllu sínu starfi þarf félagsstjórn að gæta þess að unnið sé í samræmi við stefnu félagsins og þær samþykktir sem félagsmenn hafa gert. Hún þarf að upplýsa félagsmenn um það sem unnið er að hverju sinni. Mikil ábyrgð hvílir á herðum stjórnar og ávallt þarf að virða lög félagsins og samþykktir. Stjórnar­ menn þurfa að vilja og geta unnið saman og geta skipst á skoðunum og tekið á ágreiningsmálum af einurð og heiðarleika. Félagsmenn verða að geta borið fullt traust til stjórnarinnar og því þarf hún að standa saman út á við og reyna að ná samkomulagi þegar skoðanir eru skiptar. Það ætti því að forðast eins og kostur er að þurfa að grípa til atkvæðagreiðslna á stjórnarfundum en komi til þeirra ræður einfaldur meirihluti úrslitum. Einstakur stjórnarmaður ber ábyrgð á sínum störfum og getur látið bóka athugasemd eða öndverða skoðun sína við ákvarðanir meirihlutans, telji hann þörf á því, en hver sem afstaða hans er ber honum alltaf skylda til að vinna að þeim samþykktum sem gerðar eru. Stjórnarmenn eru fyrirmynd annarra félagsmanna og framkoma þeirra þarf að vera í samræmi við það. Sameiginleg ábyrgð stjórnar er mikil en hver stjórnarmaður hefur einnig ákveðið hlutverk og þarf að hafa til að bera þekkingu og færni í samræmi við það hlutverk. Formaður ber mesta ábyrgð og sumir myndu segja að það sé mikilvægasta staða innan félagsins. Hann þarf að þekkja vel til innviða félagsins og allra málefna sem snerta það. Hann þarf að hafa yfirsýn yfir alla þætti félagsstarfsins en vinnur þó ekki öll störf sjálfur eða skiptir sér um of af einstökum verkþáttum. Hann er verkstjórinn og fylgir því eftir að allir vinni verkefni sín á réttum tíma og í samræmi við áætlanir, lög og samþykktir. Formaður stýrir fundum stjórnar. Hann er einnig málsvari félagsins út á við og kemur fram fyrir hönd þess. Varaformaður er staðgengill formanns og tekur við störfum hans í forföllum. Hann þarf því einnig að vera vel að sér í öllum málefnum félagsins. Algengt er 10

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=