Verum virk

Æðsta vald hvers félags er í höndum aðalfundar Stjórn félags tekur ákvarðanir um dagleg málefni milli aðalfunda Skipulag félaga Félög og félagasamtök geta starfað á einu afmörkuðu sviði í einni heild eða á mörgum starfssviðum í mörgum sjálfstæðum deildum. Þannig má skipta félögum í tvo f lokka eftir hlutverki þeirra og skipulagi, annars vegar sérhæfð félög og hins vegar fjölhæfð félög. Sú f lokkun er þó ekki algild því félag getur starfað á mörgum sviðum þó það starfi í einni heild. 3 Í umfjölluninni hér á eftir verður einkum talað um sérhæfð félög, þ.e. félög sem starfa á einu afmörkuðu sviði í einni heild. Dæmi um slíkt eru nemendafélög einstakra skóla. Æðsta vald í málefnum sérhvers félags er í höndum aðalfundar sem alla jafna er haldinn árlega. Þar eru mikilvægustu ákvarðanir um störf félagsins teknar. Almennt hafa allir félagsmenn málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt á aðalfundi. Á aðalfundi er kosin stjórn félagsins og fastanefndir samkvæmt lögum þess. Þurfi að breyta lögum félagsins er eingöngu hægt að gera það á aðalfundi. Í lögum þurfa að vera skýr ákvæði um hlutverk stjórnar, kosningar og önnur mikilvæg atriði er varða félagið og störf þess. Algengt er að formaður sé kosinn sérstaklega en misjafnt er hvort það á við um aðra stjórnarmenn eða hvort þeir eru kjörnir allir í einu og stjórnin skiptir svo sjálf með sér verkum. Kjörtímabil stjórnarmanna er einnig skilgreint í lögum félagsins. Á aðalfundi leggur stjórn fram skýrslu um störf félagsins síðastliðið starfsár (svokallaða ársskýrslu) og reikninga þess fyrir liðið ár sem og starfsáætlun og fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár. Milli aðalfunda tekur stjórn ákvarðanir um dagleg málefni félagsins og fjármál og gerir skuldbindingar fyrir hönd félagsins gagnvart öðrum aðilum. Stjórnin er ábyrg gagnvart aðalfundi og félagsmönnum hvað varðar störf sín og ákvarðanir. Fjölhæfðum félögum má skipta í tvo f lokka eftir því hvernig þau eru uppbyggð, þ.e. hvort einstakar deildir eru sjálfstæðar (það á t.d. við um ýmis félagasamtök, s.s. Landsbjörgu) eða lúta að miklu eða öllu leyti sameiginlegri stjórn félagsins (það getur t.d. átt við um íþróttafélög sem starfa í mörgum deildum, þó það sé ekki algilt, eða skátafélög). Sömu grundvallaratriði gilda um þessi félög og sérhæfð félög. Æðsta vald er í höndum aðalfundar, í lögum eru stjórnarhættir skilgreindir, hver markmið félagsins eru og tilgangur þess. Stjórn félagsins fer svo með dagleg málefni þess á milli aðalfunda. Því meira sem sjálfstæði einstakra deilda er því líkari verður starfsemi þeirra sérhæfðum félögum og hver deild lýtur eigin stjórn. 9

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=