Verum virk

Allir eiga jafnan rétt í lýðræðislegu samfélagi og allir bera ábyrgð á að grundvallarmann­ réttindi séu virt Beint lýðræði, fulltrúalýðræði, lýðræði í félögum Lýðræði Í Íslenskri orðabók er lýðræði skilgreint sem „stjórnarfar þar sem almenningur getur með (leynilegum) kosningum haft úrslitavald í stjórnarfarsefnum; réttur og aðstaða einstaklinga eða hópa til að láta í ljós vilja sinn og hafa áhrif á öll samfélagsleg málefni“. 1 Þar sem lýðræði er við lýði er valdið sem sagt hjá almenningi og þannig er stuðlað að því að hagsmunir fjöldans séu í fyrirrúmi. Í lýðræðislegu samfélagi eiga allir jafnan rétt sem ber að virða og allir borgarar bera sameiginlega ábyrgð á því að grundvallarréttindi séu virt. Mannréttindi byggjast á nokkrum megingildum, fremst eru grunngildin mannleg reisn og jöfnuður. Auk þeirra eru það frelsi, virðing fyrir öðrum, bann við mismunun, umburðarlyndi og viðurkenning, réttlæti og ábyrgð. 2 Almenn mannréttindi eru tryggð með ýmsum hætti og koma m.a. fram í ýmsum sáttmálum sem Íslendingar hafa skuldbundið sig til að fylgja. Allir ættu að þekkja til þessara réttinda og þeirrar ábyrgðar sem þeim fylgja. Lýðræði er mikið eða lítið eftir því hversu mikil áhrif einstaklingur getur haft í samfélagslegum málefnum og það getur verið takmarkað með tilliti til ýmissa þátta eins og kyns, aldurs og stöðu. Sem dæmi um það má nefna að víðast þarf fólk að hafa náð ákveðnum aldri til að fá almennan kosningarétt, hér á landi er miðað við 18 ára aldur, og í sumum löndum hafa konur ekki enn fengið kosningarétt. Ýmist er talað um beint lýðræði eða fulltrúalýðræði. Beint lýðræði felst í því að almenningur tekur beina og milliliðalausa afstöðu til þeirra málefna sem til umræðu eru hverju sinni. Dæmi um það eru þjóðar­ atkvæðagreiðslur um einstök málefni. Hins vegar er talað um fulltrúalýðræði þegar almenningur framselur vald sitt til valins hóps, það á til dæmis við í Alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Mikilvægt er að við, sem ábyrgir þjóðfélagsþegnar og kjósendur, séum meðvituð um hvernig og hvaða ákvarðanir fulltrúar okkar taka til að varðveita virkt lýðræði og tryggja að vel sé farið með valdið. Lýðræði er einnig að finna í f lestum félögum sem við erum þátttakendur í. Við höfum sem félagsmenn rétt til að láta vilja okkar í ljósi og getum haft áhrif á starf félagsins, oftast í gegnum atkvæðagreiðslur og kosningar sem fram fara á aðalfundum. Rétt eins og í þjóðfélagslegum málum getur þar verið um að ræða beint lýðræði eða fulltrúalýðræði. Hvort tveggja getur átt við innan eins og sama félags eftir því hvernig því er beitt hverju sinni. Virk þátttaka í félagsstörfum, nýting tjáningarfrelsis og kosningaréttar eru forsendur þess að lýðræðið virki sem skyldi og að það þjóni hagsmunum félagsmanna. 8

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=