Vertu þinn eigin yfirmaður - Kennsluleiðbeiningar

9 VERTU ÞINN EIGIN YFIRMAÐUR - Kennsluleiðbeiningar HUGMYNDIN — hvað viltu selja? Nemandinn er kominn með viðskiptahugmynd og notar nú þetta vinnublað til að þróa og betrumbæta hugmynd sína með úrklippum og stikkorðum. Þetta er skemmtileg og góð leið til að byrja verkefnið og á sama tíma setja í gang endur- skoðunarferli og virkja skapandi stöðvar í hægra heilahveli. Efni: • Tímarit, blöð, fagtímarit, bæklingar o.fl. • Skæri, límstifti, trélitir, blýantar eða tússlitir • Post-it miðar eða aðrir sjálflímandi minnismiðar Ferlið: 1. Byrjið á sjónrænni þankahríð með því að finna myndir og orð í tímaritum og blöðum sem lýsa viðskiptahugmyndinni. Láttu nemendur safna saman fjölda úrklippa áður en þær eru settar saman í klippimynd af viðskiptahugmyndinni. Myndin er búin til inni í ljósaperunni á vinnublaðinu. Ferlið má víkka út og nota netið til að leita að myndum eða nota snjallsíma til að finna myndir eða annað efni sem lýsir hugmyndinni. 2. Láttu nemendurna lýsa hugarkortinu með stikkorðum í reitnum sem merktur er: „Lýstu vörunni þinni“. Það getur verið gott að skrifa fyrst með blýanti eða á Post-it miða því oft fer fram endurskoðun í ferlinu og nemandann langar til að laga og bæta hugmyndina síðar. 3. Biddu nemendur að hugsa um hvaða þarfir varan/afurðin uppfyllir. Hvaða áskorun eða vandamál leysir hún? Eða … hvaða óskir um þægindi eða vellíðan uppfyllir þessi vara/þjónusta? 4. Láttu alla nemendur kynna sína viðskiptahugmynd. Eftir hverja kynningu stýrir kennarinn þankahríð þar sem allir geta komið með tillögur að því hvernig hægt er að betrumbæta hugmyndina. Nemandinn sem á hugmyndina skrifar hjá sér allar tillögurnar. Það er mikilvægt að kennarinn undirstriki að þetta eru ókeypis gjafir af góðum hugmyndum sem nemandanum er í sjálfsvald sett hvernig hann notar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=