Vertu þinn eigin yfirmaður - Kennsluleiðbeiningar

7 VERTU ÞINN EIGIN YFIRMAÐUR - Kennsluleiðbeiningar TEGUNDIR FYRIRTÆKJA Allur rekstur snýst um kaup og sölu en engu að síður eru til margar mismunandi tegundir fyrirtækja: Verslunarrekstur: • Varan er eitthvað sem þú kaupir inn og selur áfram á hærra verði. Þú getur til dæmis fundið hluti á netinu sem ekki eru fáanlegir hér heima og selt þá. Framleiðslufyrirtæki: • Vara er eitthvað sem þú framleiðir sjálf(ur) eða býrð til, t.d. skartgripir eða heilsunammi. Þjónustufyrirtæki: • Afurðin þín getur verið þjónusta sem þú veitir, t.d. grassláttur eða innkaup fyrir eldri borgara. Þekkingarfyrirtæki: • Afurðin þín er vitneskja sem þú býrð yfir og selur, þannig að ef þú ert til dæmis algjör snillingur á samfélagsmiðlum þá hefur þú það fram að færa. Endurvinnslufyrirtæki: • Þú býrð vöruna til úr gömlum hlutum sem þú endurnýtir í eitthvað alveg nýtt eða lagfærir og selur áfram. Þú getur til dæmis safnað gömlum hjólum, gert þau upp og selt eða búið til flottar töskur úr gömlum gallabuxum. Menningarstarfsemi: • Varan er atriði sem þú flytur, t.d. ef þú hefur sönghæfileika, dansar, spilar á hljóðfæri eða eitthvað annað listrænt. Afurðin getur líka verið starfsemi sem sér um að skipuleggja hátíðir eða aðra menningarviðburði. Starfsemi í þágu samfélagsins: • Varan þín getur verið allt sem talið er upp hér að framan. Það sem skilur þessa tegund fyrirtækja frá öðrum er viðskiptalíkanið. Venjuleg fyrirtæki eru rekin með það að markmiði að græða peninga en líkanið fyrir fyrirtæki sem rekin eru í þágu samfélagsins gengur út frá því að markmiðið sé að gera eitthvað fyrir aðra, til dæmis jaðarhópa eða til að hjálpa til við samfélagsleg vandamál. Í gegnum reksturinn er fundin sjálfbær lausn á hagfræðilegu vandamáli með það fyrir augum að vinna að hjálparstarfi eða stofna fyrirtæki sem ekki er rekið í hagnaðarskyni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=