Vertu þinn eigin yfirmaður - Kennsluleiðbeiningar

YFIRMAÐUR VERTU ÞINN EIGIN Til dæmis er hægt að hafa þankahríð um: • nýja þjónustu í tengslum við viðskiptahugmyndina • ný sjónarhorn sem gera viðskiptahugmyndina enn sérstakari • fleiri hópa viðskiptavina sem geta notað vöruna/þjónustuna • auglýsingastefnu og blandaðar kynningarleiðir • góða tengiliði í sameiginlega tengslanetinu (bekknum) • ný sjónarhorn ef nemendur lenda í sérstökum áskorunum Þankahríð er auðveld tækni sem er árangursrík leið til að fá margar hugmyndir í hópi á stuttum tíma. Kennarinn er leiðbeinandi í þessu ferli. Hann setur upp fastar reglur og stjórnar ferlinu þannig að hugsanlegur hópþrýstingur og sjálfsritskoðun komi ekki í veg fyrir að nemendur deili ævintýralegum hugmyndum. Ferlið er skemmtilegt og fjörugt. Settu tímamörk, t.d. við fimm mínútur, svo nemendur hafi ekki tíma til að ritskoða sig of mikið. Láttu bekkinn hafa þankahríð oftar ef hægt er. Reglurnar: Gagnrýni og endurmat er algjörlega bannað Skjóttu hratt, markmiðið er að fá eins margar hugmyndir og mögulegt er. Villtar hugmyndir eru velkomnar. Nemendur skulu ekki halda aftur af sér ef þeir eru í vafa um að eitthvað sé mögulegt … bara láta vaða! Það getur nefnilega komið af stað keðjuverkun sem endar í nothæfri hugmynd sem er samsett úr mörgum klikkuðum hugmyndum. Leiðbeiningar: • Láttu nemendur gera tillögu að því hvernig hugmyndin sem kynnt er getur orðið enn betri. • Nemendur skrifa hugmyndir sínar á Post-it miða (aðeins ein hugmynd á hvern miða) og láta eiganda hugmyndarinnar fá miðann. • Eftir að þankahríðinni er lokið er hægt að hefja mat á hugmyndunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=