Vertu þinn eigin yfirmaður - Kennsluleiðbeiningar

5 VERTU ÞINN EIGIN YFIRMAÐUR - Kennsluleiðbeiningar Tæknileg atriði varðandi kennsluferlið Gert er ráð fyrir vinnustofufyrirkomulagi við kennslu með vinnubókinni „Vertu þinn eigin yfirmaður - Nemendahefti“. Þess vegna verður kennarinn að tryggja að það sé nægilegt borðpláss, að allir geti setið með A3-örk auk tímarita/blaða, tússlita, trélita, skæra og límstiftis o.fl . Auk þess er nauðsynlegt að hafa aðgang að tölvum af og til ef leita þarf að upplýsingum. Tímalengd: Verkefnið tekur 10-20 kennslustundir; tíminn getur verið breytilegur eftir því hversu nákvæmt og djúpt er farið í viðfangsefnin. Kennsluefnið er vel til þess fallið að nota í þemaviku þar sem búnar eru til frumgerðir, kynningarmyndbönd og fleira. Skipulag kennslustofunnar Það virkar mjög vel að færa saman nokkur borð til að búa til hópvinnuaðstöðu og láta efnið sem nota á liggja á miðju borði. Önnur leið er að hafa sérstakt borð þar sem nemendur sækja sér efni eftir þörfum. Efni: • Tímarit/blöð, bæklingar – helst um ólík efni, t.d. fagtímarit, unglinga-/kvenna-/ herrablöð, tímarit um mat, ókeypis dreifirit og bæklingar. • Tússlitir eða trélitir í mörgum litum • Skæri • Límstifti • Litlir og stórir Post-it miðar eða viðlíka sjálflímandi minnismiðar í mörgum litum (er t.d. hægt að kaupa í versluninni Tiger). Tónlist Þegar verið er klippa og líma til að vinna klippimyndir o.þ.h. er ef til vill gott að nota lágt stillta tónlist til að skapa notalegt og skapandi andrúmsloft. Aðferðafræði til að efla sameiginlega upplýsingaöflun Kennarinn getur kynnt fyrir nemendum hvernig nota má sameiginlega upplýsingaöflun og hugmyndavinnu með því að leyfa nemendum að hafa þankahríð (brainstorm) um verkefni hvert annars og þar með sýna þeim ávinninginn af því að nota tengslanet sem sameiginlegt úrræði sem allir geta gengið að.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=