Vertu þinn eigin yfirmaður - Kennsluleiðbeiningar
YFIRMAÐUR VERTU ÞINN EIGIN Uppbygging vinnubókar Hentugar aðferðir við kennslu Tegundir fyrirtækja Yfirlit yfir ferlið • Hugmyndin – hvað viltu selja? • Í hverju ertu góð(ur)? • Viðskiptavinurinn – hver vill kaupa? • Samkeppnin – hver er að selja sömu vöru? • Reiknaðu dæmið! • Auglýsingar – hvernig ætlar þú að koma vörunni þinni á framfæri? • Hannaðu útlit fyrir fyrirtækið • Leifturkynning – seldu hugmyndina! Heftinu er skipt í átta kafla sem hver inniheldur stuttan inngangstexta og vinnublað ásamt dæmi um útfyllt vinnublað til að veita innblástur. Vinnublöðin eru myndræn og innihalda ýmsar spurningar. Nemendur gera grein fyrir hugsunum sínum og hugmyndum með hjálp stikkorða og klippimynda. Spurningarnar leiða nemendur áfram og þjálfa þá í þeirri hugsun sem þarf við að reka fyrirtæki og í að safna upplýsingum sem nýtast við að hrinda hugmynd í framkvæmd. Kennslufræðileg sjónarmið sem liggja til grundvallar þessari myndrænu aðferðafræði eru annars vegar að gefa nemendum betri yfirsýn og hins vegar að æfa þá í að nota fleiri skynfæri og þjálfa sköpunarkraft og frumkvæði.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=