Vertu þinn eigin yfirmaður - Kennsluleiðbeiningar

3 VERTU ÞINN EIGIN YFIRMAÐUR - Kennsluleiðbeiningar „Vertu þinn eigin yfirmaður“ er vinnubók sem hjálpar nemendum að gera einfalda viðskiptaáætlun. Gengið er út frá því að nemendur hafi þegar hugmynd að vöru eða þjónustu sem þeir geta notað til að gera viðskiptaáætlunina. Heftið kynnir fyrir þeim helstu þáttum og verkfærum sem alla jafna eru notuð í frumkvöðlastarfsemi. Aðferðafræðin er hönnuð til að skapa hvetjandi aðstæður sem hjálpa nemendum að byggja upp sitt eigið fyrirtæki. Það er mikilvægt fyrir ferlið og til að þroska hæfni nemenda að gefa þeim frjálsar hendur í þróun viðskiptahugmyndarinnar og ekki láta metnað hinna fullorðnu fara með hugmyndina í aðrar áttir. Leyfðu eldmóði og krafti nemendanna að drífa verkið áfram. Námsmarkmið Markmiðið er að nemendur fái grundvallarskilning á fyrirtækjarekstri, hljóti þjálfun í notkun helstu verkfæra sem tíðkast í frumkvöðlastarfsemi og auki færni sína á því sviði. Skilningur á fyrirtækjarekstri Nemendur öðlast reynslu og skilning á helstu þáttum sem fylgja frumkvöðlastarfsemi, svo sem: Þróun hugmynda, markaðsrannsóknum, greiningu á samkeppnisumhverfi, hópvinnu, markaðssetningu, hönnun, útreikningum og sölu. Frumkvöðlahæfileikar Nemendur munu þjálfa frumkvöðlahæfileika eins og sjálfstæði, skapandi lausnaleit, nýsköpun, skilning á eigin hæfni og samvinnu. FORMÁLI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=