Vertu þinn eigin yfirmaður - Kennsluleiðbeiningar

19 VERTU ÞINN EIGIN YFIRMAÐUR - Kennsluleiðbeiningar ÖRKYNNING — „seldu” hugmyndina! Nú hafa nemendurnir farið í gegnum grundvallaratriði í gerð viðskiptaáætlana og eru tilbúnir með viðskiptahugmynd. Nemendurnir eiga nú að kynna fyrirtækið sitt fyrir „fjárfestum“ sem eiga að meta hugmyndina. Þetta er oft kallað „sölukynning“ eða upprunalega „lyfturæða“, sem er bandarískt hugtak sem vísar til þess þegar frumkvöðull hittir einhvern í lyftu sem gæti verið fjár- festir eða viðskiptavinur og heldur fyrir hann söluræðu sem er nógu stutt og hnit- miðuð til að hægt sé að klára hana áður en lyftuferðinni lýkur. Hægt er að setja upp dómarateymi í bekknum sem í sitja nemendur, kennarar eða foreldrar sem meta fyrirtækin. Ferlið: 1. Gefðu nemendum frjálsar hendur með það hvernig þeir vinna kynningarnar. Þær mega vera glærukynning í Power Point, myndband, frumgerð (prótótýpa) af vörunni, leikrit, veggspjald eða mæltar af munni fram. Nemendur skulu byrja á að kynna sig en þar fyrir utan er eina skilyrðið að eftirfarandi komi fram í kynningunni: Ég er að selja … og ég fékk hugmyndina af því að … Viðskiptavinir mínir þurfa … Hugmynd mín leysir þessa þörf af því að … Ég finn viðskiptavini mína með hjálp … Hagnaður minn er … 2. Láttu nemendur kynna fyrirtækið sitt á mest tveimur mínútum. 3. Útnefndu sigurvegara (það er möguleiki að hafa marga flokka) og fagnaðu öllum sköpunarkraftinum og starfsgleðinni sem nemendur hafa sýnt í ferlinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=