Vertu þinn eigin yfirmaður - Kennsluleiðbeiningar
YFIRMAÐUR VERTU ÞINN EIGIN REIKNAÐU DÆMIÐ! Hér eru nemendum kynntar nokkrar mjög einfaldar aðferðir til að reikna út hvað það kostar að framleiða vöru (kostnaðarverð) og hvað þeir geta þénað (hagnaður). En til þess að geta fundið það út verður að ákveða söluverð. Söluverð er ekki eitthvað sem hægt er að reikna beint út, það ákvarðast að hluta til af því hvað viðskiptavinir eru tilbúnir að borga og að hluta til af kostnaði við framleiðslu. Nemendum eru kynntir allir þættir sem verða að vera þekktir og teknir til greina til að hægt sé að ákvarða raunhæft verð og þá geta þeir sjálfir komið með tillögur. Efni • Vinnublað merkt: Kostnaðarútreikningur fyrir vöru (bls. 13) • Internetið (til að leita að upplýsingum um framleiðslukostnað og innkaupsverð). Ferlið: 1. Kynntu fyrir nemendum þær mismunandi tegundir kostnaðarverðs sem nefndar eru í vinnubókinni. Mismunandi aðferðir eru við að reikna kostnaðarverðið eftir því hvort um er að ræða framleiðsluvöru, vöru sem keypt er inn og seld áfram eða þjónustu, þekkingu, atriði eða annað sem er ekki hlutgert (óáþreifanleg afurð). 2. Láttu nemendur safna saman upplýsingum um það hvað kostar að framleiða vöruna. 3. Láttu nemendur reikna út kostnaðarverð og færa inn á vinnublaðið. Á bls. 12 er útskýrt hvernig kostnaðarverð er reiknað út. 4. Hafðu umræðutíma um það hvaða önnur útgjöld geta komið við sögu. Þetta gæti verið flutningur og pökkun, markaðssetning og fleira. Þetta er einungis til að auka skilning þeirra á því að rekstur fyrirtækis er flókinn.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=