Vertu þinn eigin yfirmaður - Kennsluleiðbeiningar
17 VERTU ÞINN EIGIN YFIRMAÐUR - Kennsluleiðbeiningar HANNAÐU FYRIRTÆKIÐ ÞITT Þessari opnu er ætlað að auka skilning nemenda á því að það hefur þýðingu fyrir sölu vörunnar að hlutir líti vel út. Vinnublaðið gefur skapandi nemendum möguleika á að hanna eigin vefsíðu og vörumerki en það er mikilvægt að leggja áherslu á að það er EKKI nauðsynlegt að vera skapandi til þess að geta leyst verkefnið. Ef einhverjum finnst erfitt að hanna getur hann búið til klippimynd þar sem hann finnur dæmi á myndum af einhverju sem honum finnst fallegt og líkist því sem hann langar til að gera. Hér er mikilvægt að nemendur læri að gera upp við sig hvað þeim finnst vera fallegt og hvað þeir halda að höfði til viðskiptavina. Efni: • Tímarit, blöð, fagtímarit og bæklingar til að búa til klippimynd • Skæri, límstifti, trélitir, tússlitir í mörgum litum • Internetið til að leita að lénsheitum og finna dæmi um hönnun á vefsíðum Ferlið: 1. Prófaðu að láta nemendur finna dæmi um vefsíður sem þeim finnast flottar. Fáðu þá til að setja í orð hvað það er sem þeim finnst flott og láttu þá kynna það fyrir bekknum. 2. Láttu nemendur finna dæmi um hönnun og stíl sem þeir myndu vilja hafa á sinni eigin vefsíðu, dreifiriti og jafnvel vörunni sjálfri. Láttu nemendur hanna vörumerki og vefsíðu eða búa til klippimynd. 3. Fáðu nemendur til að hugsa um nafn á fyrirtækinu og hvaða lénsheiti (vefslóð) þeir ætla að nota. 4. Nú er komið að því að skrifa texta fyrir dreifirit (auglýsingablað í A5-stærð). Nemandinn á að lýsa vörunni sem er verið að selja og hvernig þarfir viðskiptavinar eru uppfylltar á þann hátt að það nái athygli hans þannig að hann fái löngun til að kaupa.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=