Vertu þinn eigin yfirmaður - Kennsluleiðbeiningar
YFIRMAÐUR VERTU ÞINN EIGIN AUGLÝSINGAR Hvernig ætlar þú að koma vörunni þinni á framfæri? Hér eiga nemendur að huga að því hvernig viðskiptavinir munu uppgötva vöru þeirra eða afurð. Kennarinn getur sjálfur valið að kynna auglýsingaleiðirnar sem lýst er á textablaðinu eða látið nemendur kynna mismunandi leiðir. Efni: • Vinnublað merkt Viðskiptavinurinn (bls. 6) • Vinnublað merkt Samkeppnin (bls. 8) Ferlið: 1. Láttu nemendur skoða vinnublaðið sem merkt er Viðskiptavinurinn (bls. 6) og Samkeppnin (bls. 8). Út frá þeirri vitneskju sem þau hafa um viðskiptavininn og hvað keppinautarnir gera eiga þau að íhuga hver eftirfarandi auglýsingamáta á auglýsingatrénu þeim finnst henta best til að fanga athygli viðskiptavina. 2. Annaðhvort skal lesa lýsinguna á auglýsingaleiðunum fyrir nemendur eða láta þá lesa hana sjálfa. Að því loknu skulu þeir meta og velja þrjá mismunandi máta sem þeir vilja nota til að auglýsa og skrifa þá í reitina. 3. Fáðu nemendur til að íhuga vel hvernig þeir ætla að nota þessar leiðir svo þeir geti skrifað það í reitina. 4. Þekkingarmiðlun – Ræddu við bekkinn um það hvað auglýsingar geti kostað. Er einhver sem hefur reynslu eða þekkingu sem kemur fleirum að gagni? Margir samfélagsmiðlar eru ókeypis upp að vissu marki. Ef einhverjir af nemendunum vita eitthvað sérstakt um tiltekið efni skaltu biðja þá að deila því með hópnum svo allir njóti góðs af þessari þekkingu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=