Vertu þinn eigin yfirmaður - Kennsluleiðbeiningar
YFIRMAÐUR VERTU ÞINN EIGIN 13 SAMKEPPNIN — hver er að selja svipaða vöru? Nemendurnir þurfa að læra að leggja mat á vöruna sína í samanburði við vörur keppinauta. Þetta eykur skilning þeirra á markaðnum. Þeir læra mikið af því að skoða samkeppnisaðila. Það sem keppinautarnir gera vel nýtist nemendunum við að þróa eigin vöru og það sem þeir gera ekki eins vel getur leitt þá að nýjum og betri lausnum. Það er sjaldgæft að engin samkeppni sé til staðar en ef ske kynni að nemendur finni út að þeir séu að leysa vanda á nýjan hátt þá má óska þeim til hamingju en minna á að þeir eru engu að síður í samkeppni við aðila sem selur eitthvað sem leysir vandamálið á annan hátt og þeir geta lært af þeim! Efni: • Skissubækur • Internetið Ferlið: 1. Byrjaðu á að láta nemendurnar finna samkeppnisaðila sína. Hægt er að leita á netinu, í auglýsingabæklingum, heimsækja verslanir, nota Google til að finna hvað viðskiptavinir hafa að segja, skoða auglýsingatöflur í stórmörkuðum o.fl . Láttu nemendur leita að upplýsingum og verði hjá þessum samkeppnisaðilum. 2. Láttu nemendurna velja tvo samkeppnisaðila til að bera sig saman við. Fáðu þá til að segja álit sitt á því í hverju þeir telja samkeppnisaðilana vera góða og hverju ekki og látið þá fylla út vinnublaðið. 3. Nú eiga nemendur að íhuga hverja af kostunum þeir ætla að nota fyrir sína vöru/ afurð. Hvað hefur þeim fundist vel gert? Er þjónustan góð, er notað sérstaklega mikið súkkulaði í kökurnar, o.s.frv. 4. Næst skulu nemendurnir hugsa um það sem þeim finnst ekki eins vel gert. Það getur nefnilega verið mikilvæg vitneskja til þess að gera þeirra eigin afurð/vöru aðeins betri eða sérstakari. Það fær viðskiptavininn til að velja hana.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=